Staðan í Kína áminning um mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 11:53 Þórólfur telur ekki líklegt að sambærileg staða komi upp á Íslandi. Við gætum þó átt von á að stök smit komi upp. Vísir/vilhelm Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fimmtíu og sjö ný kórónuveirusmit hafa verið greind í Kína á síðasta sólarhring og tengist meirihluti þeirra, eða 36 matarmarkaði í Peking. Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að íbúum sé nokkuð brugðið enda hafði útbreiðsla veirunnar í Kína nær stöðvast og er því rætt um aðra bylgju veirunnar. Smitin sem hafa verið að greinast í landinu á liðnum vikum hefur fólk verið að bera með sér frá útlöndum og langt er síðan hópsýking á borð við þessa hefur komið upp. Útgöngubann er nú í gildi í hluta borgarinnar og víðtækar skimar fara fram meðal fólks er hefur tengsl við matarmarkaðinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi nýjustu smitin í Kína í Sprengisandi í dag. Hann segir þróunina vera í samræmi við það sem spáð hafði verið en hefur þó ekki áhyggjur af því að sambærilegar aðstæður skapist hér á landi. Kerfið geti greint smit fljótt og það sé hægt að sporna gegn frekari útbreiðslu. „Við getum rannsakað mikið og við höfum sýnt það, til dæmis í bæjarfélögum eins og í Bolungarvík, Hvammstanga og Vestmannaeyjum að þá brugðust menn mjög hratt og vel við og náðu að kæfa faraldurinn niður,“ segir Þórólfur en telur þetta þó þarfa áminningu um að veiran sé enn til staðar. „Ég held að þetta sýni það að veiran sé enn þá til staðar og hún getur gert ýmislegt og þess vegna, akkúrat eins og dæmi sýna frá Kína, þurfum við að passa okkur á þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir einstaklingsbundnar sýkingavarnir skipta öllu máli í þessu samhengi. Allir þurfi að vera á varðbergi og gæta sín. „Við þurfum að hreinsa sameiginlega snertifleti, við þurfum að þvo okkur um hendurnar, spritta hendurnar, passa að vera ekki með hendurnar í andlitinu. Svo fólk sem er veikt til dæmis, að það sé ekki að fara í vinnu. Vera heima, hafa samband við heilsugæsluna og sjá hvort það þurfi að taka sýni. Ef við gætum að þessu, þá munum við koma í veg fyrir einhverja mikla útbreiðslu og ég held að það sé akkúrat það sem dæmið frá Kína segir okkur,“ segir Þórólfur. Viðtalið við Þórólf í heild sinni má heyra hér að neðan en hann ræðir stöðuna í Kína frá mínútu 24:35.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Sprengisandur Tengdar fréttir Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00 Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kórónuveiran víða enn í sókn Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist. 13. júní 2020 19:00
Loka hluta Peking vegna nýrra smita Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu. 13. júní 2020 07:54