Danski Tobias á leiðinni til landsins: Bókaði um leið og Mette Frederiksen sagði „gó“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 14:16 Tobias Kabat kemur með síðdegisvél til Keflavíkurflugvallar á morgun. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“ Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hinn danski Tobias Kabat er einn þeirra sem kemur til landsins í vél frá Kaupmannahöfn á morgun. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað,“ segir Tobias í samtali við DR. Tobias og félagi hans ætluðu upphaflega í margra mánaða ferð til Ástralíu og Nýja-Sjálands en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar urðu þeir að sitja eftir heima. „Við áttum að leggja af stað þarna á sunnudeginum þegar Mette Frederiksen [forsætisráðherra Danmerkur], lokaði landinu 11. mars og urðum við þá að aflýsa ferðinni á síðustu stundu.“ Grínuðust með að Ísland væri alltaf möguleiki Þeir félagar hafa verið í startholunum æ síðan, en fyrir skömmu opnuðu dönsk yfirvöld á ferðir Dana til Noregs, Íslands og Þýskalands frá og með morgundeginum. „Þegar endanleg staðfesting kom loks frá Mette Frederiksen þá hringdi ég í vin minn og sagði að nú gætum við lagt af stað. Við bókuðum fríið um leið og hún sagði „gó“ svo það eru ekki meira en tólf dagar síðan,“ segir Tobias. Tobias hefur mjög gaman af því að ferðast. Ísland svar Evrópu við Nýja-Sjáland Tobias segir í samtali við Vísi að þeir félagar hafi haft hugmyndir um að ferðast til Asíu, kannski Víetnam eða Kambódíu. „Og við höfum grínast með það allan tímann að Ísland gæti verið möguleiki.[…] Ísland er jú svar Evrópu við Nýja-Sjálandi með fjöllin sín og eldfjöll. Þetta hefur verið ofarlega á mínum „bucket-lista“.“ Tobias segir að þeir félagarnir komi síðdegis á morgun og verði fyrst í tvo daga í Reykjavík. „Við ætlum að skoða miðbæinn og fá okkur einn bjór eða jafnvel tvo. Eftir það ætlum við að taka fjórhjóladrifinn jeppa á leigu og keyra um Ísland næstu tvær vikurnar. Við verðum í tjaldi og gistum kannski einhverjar nætur í bílnum. Ef veðrið verður leiðinlegt þá gistum við kannski á hóteli. Við vonumst að minnsta kosti til að það verði hægt að lenda á spjalli við einhverja Íslendinga og eignast einhverja vini.“ Hefur ekki áhyggjur af skimuninni á Keflavíkurflugvelli Tobias segist hlakka mikið til að fá að upplifa íslenska náttúru. „Ein helsta ósk okkar er að sjá hvali og kannski fara að veiða fisk. Við viljum alla vega upplifa lífið og menninguna utan Reykjavíkur. Og kynnast matarmenningunni á Íslandi,“ segir Tobias. Hann segist ekkert kippa sig upp við skimunina sem bíður hans á Keflavíkurflugvelli. „Ég hef handspritt meðferðis, er búinn að kaupa andlítsgrímu og við verðum líka skimaðir í flugstöðinni í Kaupmannahöfn svo við erum sannfærðir um að við smitum engan. Þar að auki þá tryggjum við fjarlægð milli manna. Nú hlakka ég bara til að fara að ferðast á ný.“
Íslandsvinir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent