Verð á ávöxtum og grænmeti hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2020 20:00 Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaði aukist verulega. Fyrsta inngrip bankans á þessu ári var 2. mars, fyrsta viðskiptadag eftir að smit greindist hér álandi. Bankinn keypti þá um 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Það er bagalegt að það séu miklar sveiflur í gengi krónunnar og þá grípur seðlabankinn inn í til að draga úr þessum óþægilegu sveiflum,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í mars og apríl greip bankinn 10 sinnum inn í markaðinn og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Þetta var alls ekki óeðlilega oft, sérstaklega ekki þegar markaðir eru svona grunnir eins og þeir eru núna. Það þarf að byggja upp dýpt markaða. Ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í þá hefðu sveiflurnar orðið meiri. Gengið hefði veikst meira þegar kórónuveiran skall á og nú hefði hún líklega styrkst heldur meira,“ sagði Snorri. Snorri Jakobsson er hagfræðingur hjá Jakobssonn Capital.Vísir/Baldur Matvælaverð hefur hækkaðum 3,5 prósent eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum að sjá töluverðar hækkanir í flestum vöruflokkum. Mestar á ávöxtum og grænmeti um átta til tíu present,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Brauð og önnur kornvara hefur einnig hækkað töluvert. Mjólkurvörur hafa hækkað minnst eða undir einu prósenti. „Þróun á matvælaverði fer auðvitað eftir ýmsum þáttum. Gengi og hrávöruverð eru þættir sem hafa áhrif,“ sagði Auður Alfa. Innfluttar vörur haf almennt hækkaðmeira í verði en innlendar. „Viðbrögð íslenskra birgja og smásöluaðila skipta mjög miklu máli. Maður vonar að þau sýni samfélagslega ábyrgð og nýti það svigrúm sem er til staðar til að koma í veg fyrir verðhækkanir á mat,“ sagði Auður Alfa. Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.Getty Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveirufaraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Samhliða auknum sveiflum á gjaldeyrismarkaði hefur tíðni inngripa Seðlabankans á markaði aukist verulega. Fyrsta inngrip bankans á þessu ári var 2. mars, fyrsta viðskiptadag eftir að smit greindist hér álandi. Bankinn keypti þá um 430 milljónir íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Það er bagalegt að það séu miklar sveiflur í gengi krónunnar og þá grípur seðlabankinn inn í til að draga úr þessum óþægilegu sveiflum,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í mars og apríl greip bankinn 10 sinnum inn í markaðinn og keypti ríflega 17 milljarða íslenskra króna fyrir erlendan gjaldeyri. „Þetta var alls ekki óeðlilega oft, sérstaklega ekki þegar markaðir eru svona grunnir eins og þeir eru núna. Það þarf að byggja upp dýpt markaða. Ef Seðlabankinn hefði ekki gripið inn í þá hefðu sveiflurnar orðið meiri. Gengið hefði veikst meira þegar kórónuveiran skall á og nú hefði hún líklega styrkst heldur meira,“ sagði Snorri. Snorri Jakobsson er hagfræðingur hjá Jakobssonn Capital.Vísir/Baldur Matvælaverð hefur hækkaðum 3,5 prósent eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Við erum að sjá töluverðar hækkanir í flestum vöruflokkum. Mestar á ávöxtum og grænmeti um átta til tíu present,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Brauð og önnur kornvara hefur einnig hækkað töluvert. Mjólkurvörur hafa hækkað minnst eða undir einu prósenti. „Þróun á matvælaverði fer auðvitað eftir ýmsum þáttum. Gengi og hrávöruverð eru þættir sem hafa áhrif,“ sagði Auður Alfa. Innfluttar vörur haf almennt hækkaðmeira í verði en innlendar. „Viðbrögð íslenskra birgja og smásöluaðila skipta mjög miklu máli. Maður vonar að þau sýni samfélagslega ábyrgð og nýti það svigrúm sem er til staðar til að koma í veg fyrir verðhækkanir á mat,“ sagði Auður Alfa. Langmest var hækkunin á grænmeti og ávöxtum, þó að töluverðar hækkanir hafi verið að finna í öllum vöruflokkum.Getty
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira