Komin heim eftir langa fjarveru: „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 13:31 Kristín var mjög fegin að vera loksins komin heim. Vísir/Frikki Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. Hún segist fegin að vera komin til Íslands, þar sem hún hafi ekki hitt börnin sín síðan á jólunum. Fréttastofa náði tali af Kristínu í morgun þar sem hún var nýkomin út úr flugstöðinni. Þar sagðist hún hafa komið til landsins í gegn um London. „Þar áður var ég í Bandaríkjunum og Argentínu, þar sem ég fékk Covid.“ Kristín segist hafa beðið færis á að komast til Íslands síðan í mars á þessu ári. „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum, þannig að ég er mjög spennt að vera komin,“ segir Kristín sem segist ekki hafa leitast eftir því að koma til landsins með vöruflugi. Hún segir það þó mjög góða tilfinningu að vera komin heim. „Ég alveg ógeðslega spennt,“ segir Kristín. Hún segir að það fyrsta sem hún geri þegar hún hitti börnin verði að knúsa þau og kyssa. Þá segist hún spennt fyrir því að þurfa ekki að vera með grímu og hanska öllum stundum. Eins segir Kristín það hafa verið afar erfitt að vera svo lengi að heiman á þessum tímum. „Ég er búin að vera í Bandaríkjunum þar sem voru mótmæli og óeirðir og ég er bara mjög spennt að vera komin heim.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Kristín Hannesdóttir var á meðal þeirra farþega sem komu til landsins með fyrsta millilandafluginu sem lenti hér á landi eftir að skimun hófst á Keflavíkurflugvelli. Hún segist fegin að vera komin til Íslands, þar sem hún hafi ekki hitt börnin sín síðan á jólunum. Fréttastofa náði tali af Kristínu í morgun þar sem hún var nýkomin út úr flugstöðinni. Þar sagðist hún hafa komið til landsins í gegn um London. „Þar áður var ég í Bandaríkjunum og Argentínu, þar sem ég fékk Covid.“ Kristín segist hafa beðið færis á að komast til Íslands síðan í mars á þessu ári. „Ég er ekki búin að sjá börnin mín síðan á jólunum, þannig að ég er mjög spennt að vera komin,“ segir Kristín sem segist ekki hafa leitast eftir því að koma til landsins með vöruflugi. Hún segir það þó mjög góða tilfinningu að vera komin heim. „Ég alveg ógeðslega spennt,“ segir Kristín. Hún segir að það fyrsta sem hún geri þegar hún hitti börnin verði að knúsa þau og kyssa. Þá segist hún spennt fyrir því að þurfa ekki að vera með grímu og hanska öllum stundum. Eins segir Kristín það hafa verið afar erfitt að vera svo lengi að heiman á þessum tímum. „Ég er búin að vera í Bandaríkjunum þar sem voru mótmæli og óeirðir og ég er bara mjög spennt að vera komin heim.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Skimun gengið vel en einum snúið við til London Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin. 15. júní 2020 12:36