Kristinn braut loks ísinn eftir 92 leiki án marks | Sjáðu markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 18:00 Kristinn fagnaði marki sínu í gær vel og innilega. Vísir/Daniel Thor Breiðablik vann Gróttu 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær og var leikurinn merkilegur fyrir margar sakir. Var þetta til að mynda fyrsti leikur Gróttu í efstu deild. Þá var þetta fyrsti deildarleikurinn sem Kristinn Steindórsson skorar í síðan í október árið 2014. Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom hann inn fyrir Brynjólf Andersen Willumsson. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson átti sendingu á Kristinn sem lék á varnarmenn Gróttu áður en hann setti boltann í slá og inn. Stórkostlegt mark og algjörlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson í marki gestanna. Markið ásamt viðtali sem var tekið eftir leik má sjá og heyra hér að neðan. Hinn þrítugi Kristinn var mikill markaskorari á sínum yngri árum en hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir framan markið undanfarin ár. Raunar er það svo að hann hefur ekki skorað mark sem hefur verið skráð síðan hann skoraði í 3-2 tapi íslenska landsliðsins gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í æfingaleik í Los Angeles í janúar árið 2016. Iceland lead! Luis Robles is stranded in the U.S. goal as Kristinn Steindorsson's shot is deflected in.LIVE chat: https://t.co/VJAfwl63RY— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2016 Það eru því komin fjögur og hálft ár síðan Kristinn þandi netmöskvana í leik. Það þarf svo að fara enn lengra aftur í tímann til að finna síðasta mark hans með félagsliði. Vert er þó að nefna að Kristinn skoraði einnig í landsleik í janúar 2015 en þá lagði íslenska liðið Kanada af velli með tveimur mörkum gegn einu. Alls hefur Kristinn skorað tvö mörk í aðeins þremur landsleikjum. Kristinn skoraði síðast í deildarleik þegar Halmstad vann Falkenberg 4-0 í október árið 2014. Síðan þá hefur Kristinn leikið með Columbus Crew í Bandaríkjunum, GIF Sundsvall í Svíþjóð og svo FH í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019. Kristinn hafði því leikið 92 deildarleiki frá árinu 2014 án þess að koma knettinum í markið áður en hann söng í netinu í gær. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristinn Steindórsson Undir lokin hjá FH var Kristinn farinn að spila sem djúpur miðjumaður en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, stefnir á að nota Kristinn ofar á vellinum. Það er ljóst að honum líður hvað best í grænu treyjunni en skoraði 34 mörk fyrir Blika frá 2007-2011. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Breiðablik vann Gróttu 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær og var leikurinn merkilegur fyrir margar sakir. Var þetta til að mynda fyrsti leikur Gróttu í efstu deild. Þá var þetta fyrsti deildarleikurinn sem Kristinn Steindórsson skorar í síðan í október árið 2014. Kristinn hóf leikinn á varamannabekknum en þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum kom hann inn fyrir Brynjólf Andersen Willumsson. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson átti sendingu á Kristinn sem lék á varnarmenn Gróttu áður en hann setti boltann í slá og inn. Stórkostlegt mark og algjörlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson í marki gestanna. Markið ásamt viðtali sem var tekið eftir leik má sjá og heyra hér að neðan. Hinn þrítugi Kristinn var mikill markaskorari á sínum yngri árum en hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir framan markið undanfarin ár. Raunar er það svo að hann hefur ekki skorað mark sem hefur verið skráð síðan hann skoraði í 3-2 tapi íslenska landsliðsins gegn Bandaríkjunum er liðin mættust í æfingaleik í Los Angeles í janúar árið 2016. Iceland lead! Luis Robles is stranded in the U.S. goal as Kristinn Steindorsson's shot is deflected in.LIVE chat: https://t.co/VJAfwl63RY— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2016 Það eru því komin fjögur og hálft ár síðan Kristinn þandi netmöskvana í leik. Það þarf svo að fara enn lengra aftur í tímann til að finna síðasta mark hans með félagsliði. Vert er þó að nefna að Kristinn skoraði einnig í landsleik í janúar 2015 en þá lagði íslenska liðið Kanada af velli með tveimur mörkum gegn einu. Alls hefur Kristinn skorað tvö mörk í aðeins þremur landsleikjum. Kristinn skoraði síðast í deildarleik þegar Halmstad vann Falkenberg 4-0 í október árið 2014. Síðan þá hefur Kristinn leikið með Columbus Crew í Bandaríkjunum, GIF Sundsvall í Svíþjóð og svo FH í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019. Kristinn hafði því leikið 92 deildarleiki frá árinu 2014 án þess að koma knettinum í markið áður en hann söng í netinu í gær. Klippa: Magnað mark og viðtal við Kristinn Steindórsson Undir lokin hjá FH var Kristinn farinn að spila sem djúpur miðjumaður en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, stefnir á að nota Kristinn ofar á vellinum. Það er ljóst að honum líður hvað best í grænu treyjunni en skoraði 34 mörk fyrir Blika frá 2007-2011.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05 Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55 Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Breiðablik vann öruggan sigur á nýliðum Gróttu Breiðablik vann Gróttu nokkuð örugglega í fyrsta leik Seltirninga í efstu deild. Lokatölur 3-0 Blikum í vil. 14. júní 2020 23:05
Óskar Hrafn eftir sigur Breiðabliks á Gróttu: Ágætt að loka þessum kafla Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur sinna manna á Gróttu í kvöld en feginn að þessum fyrsta leik er lokið þar sem Óskar kom jú Gróttu upp í deild þeirra bestu. 14. júní 2020 22:55
Vilja spila með þrjá miðverði en mættu báðir með „hefðbundna“ fjögurra manna vörn Breiðablik vann Gróttu örugglega 3-0 í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar í gær en athygli vakti að bæði lið léku með „hefðbundna“ fjögurra manna varnarlínu. 15. júní 2020 14:00