Haukur Páll Sigurðsson var sá leikmaður í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar sem fór í langflest einvígi og upp í langflest skallaeinvígi í leiknum.
Haukur Páll fór alls upp í 33 skallaeinvígi í leiknum á móti KR og vann 17 þeirra eða 52 prósent.
Haukur fór þannig í fleiri skallaeinvígi en fjögur lið til samans í leikjum fyrstu umferðarinnar. Allir leikmenn samanlagt frá liðum KA (32), ÍA (32), Breiðabliks 27) og Gróttu (27) fóru upp í færri skallaeinvígi en fyrirliði Valsliðsins einn.
Langflest skallaeinvígi voru í leik Vals og KR eða 89 en aðeins 27 skallaeinvígi voru í leik Blika og Gróttu. Gróttumaðurinn Pétur Theódór Árnason náði engu að síður að vera í 17 af 27 skallaeinvígunum í leiknum á Kópavogsvellinum sem skilaði honum upp í þriðja sæti listans.
Haukur Páll fór síðan samtals í 50 einvígi við andstæðing í leiknum og vann 30 þeirra eða 60 prósent. Hann fór í fjórtán fleiri samstuð en næsti maður sem var Hallgrímur Mar Steingrímsson hjá KA.
Flest skallaeinvígi leikmanna í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla:
(Tölfræði frá Wyscout)
- 1. Haukur Páll Sigurðsson, Val 33 skallaeinvígi / þar af 17 unnin (52%)
- 2. Pálmi Rafn Pálmason, KR 22/10 (45%)
- 3. Pétur Theódór Árnason, Grótta 17/10 (59%)
- 4. Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 14/10 (71%)
- 5. Guðjón Baldvinsson, Stjörnunni 12/5 (42%)
- 6. Hörður Árnason, HK 11/7 (64%)
- 6. Orri Sigurður Ómarsson, Val 11/5 (45%)