Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að þremur karlmönnum sem lýst er eftir vegna brota á sóttkví. Þeir komu til landsins þann 5. júní ásamt fimm Rúmenum, sem lögregla lýsti eftir í fjölmiðlum vegna sömu brota.
Mennirnir eru ekki í sóttkví á því heimilisfangi sem þeir gáfu upp á landamærunum. Þessi hópur er talinn tengjast öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru síðustu helgi vegna þjófnaðar á Selfossi en tvö þeirra reyndust með Covid-19.
Ellefu Rúmenar dvelja nú í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg og samkvæmt heimildum fréttastofu tók lögregla skýrslu af fólkinu í morgun.