Búist við ellefu hundruð manns til landsins í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júní 2020 13:06 Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira