Búist við ellefu hundruð manns til landsins í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júní 2020 13:06 Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Yfir þúsund farþegar komu til landsins í gær eftir að landamærin voru formlega opnuð. Búist er við ellefu hundruð manns til landsins í dag en von er á sjö vélum. Tekin voru sýni úr um 900 manns og verða niðurstöður úr þeim birtar kl eitt í dag. Fagnaðarfundir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær, fyrsta daginn síðan 19. mars sem hægt var að koma til Íslands án þess að fara í sóttkví. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að yfir þúsund farþegar hafi komið til landsins. „Það voru um 900 sem fóru í skimun. Það voru mörg börn að koma til landsins og börn fædd 2005 og síðar fara ekki í skimun og þurfa ekki að fara í sóttkví,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær en þeir farþegar sem komu með vél frá Færeyjum þurftu ekki að fara í skimun. Sigurgeir segir skimunina hafa gengið mjög vel. „Miðað við að þetta væri fyrstu dagur. Það voru örlitlir hnökrar á forskráningu farþega sem er verið að leysa úr. Þeir sem voru búnir að forskrá sig fóru hraðar í gegn. Þeir sem voru ekki búnir að gera það þurftu að ganga frá því áður en þeir fóru í skimun og það urðu einhverjar tafir,“ segir Sigurgeir. Þeir hafi þurft að bíða í um tíu mínútur. Þeir sem höfðu forskrað sig þurftu einungis að bíða í um tvær mínútur. Sigurgeir segir að enginn farþegi hafi hafnað sýnatöku og valið að fara frekar í sóttkví. Stór hluti farþeganna voru Íslendingar. „Það var aðeins mismunandi eftir vélum. Til dæmis í Oslo vélinni þá hefur verið alveg helmingur Íslendingar. Það var mikið af Íslendingum, margir að koma heim með börn,“ segir Sigurgeir. Sjö vélar koma til landsins eftir hádegi í dag og er talið að um ellefu hundruð farþegar komi með þeim. Sigurgeir segir að allt sé klárt á vellinum. Engar upplýsingar hafa fengist hvort einhverjir farþegar hafi verið smitaðir af kórónuveirunni en nýjustu tölur verða birtar klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira