Aldrei farið í betri ferð: Mikil samkennd og allar hjálpuðust að Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:15 Sáttur hópur eftir vel heppnaðan leiðangur yfir Vatnajökul til styrktar góðum málefnum. Vísir/Vilhelm Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vilborg Arna Gissurardóttir, pól- og Everestfari og annar leiðangursstjóra ferðarinnar, á afmæli í dag og var því auðvitað sungið hátt fyrir hana á vellinum. Hópurinn var þakklátur fyrir að vera kominn heim og ætla þær að hittast aftur seinna í dag, borða góðan mat og halda upp á að þessum stóra áfanga er lokið. „Ég held að þetta sé ein besta ferð sem ég hef farið í nokkurn tímann,“ sagði Vilborg Arna á Reykjavíkurflugvelli. „Það var eitthvað svo sérstök stemning. Markmið hópsins var svo skýrt, það var ekki hver og ein að koma á sínum persónulegu forsendum að ná sínum persónulegu markmiðum, heldur voru allir að koma inn í þetta verkefni saman. Það var enginn stærri en verkefnið sjá og það er svo fallegt. Allur hópurinn var í takt, það var mjög mikil samkennd og allar voru að hjálpast að. Það var bara alveg ótrúleg stemning.“ Snjódrífur koma til Reykjavíkur eftir Vatnajökulsgöngu. Afmælisbarnið Vilborg Arna var auðvitað með blöðrur.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að það sem hafi staðið upp úr í þessari ferð hafi verið hópurinn sjálfur, að fá að vera hluti af þessum hóp kvenna. „Svo voru geggjaðar stundir eins og upp í Grímsfjöllum þar sem við sátum úti og drukkum kakó. Það var svo flott útsýni til allra átta og milt og gott veður. Þetta eru stundir sem dýpka vináttuna alltaf. Það eru allir að upplifa það sama.“ Hópurinn safnaði áheitum fyrir Kraft og Líf, samhliða því að hvetja fólk til hreyfingar. Stofnaður var Facebook hópurinn Minn Lífskraftur. Þar hafa einstaklingar og hópar um allt land deilt sínum lífskrafti, hreyft sig og hvatt Snjódrífurnar áfram. Vilborg segist vera full þakklætis. „Til allra sem að hafa tekið þátt með okkur, í áheitunum og þeim sem eru búnir að vera að ganga. Það eru gönguhópar úti um allt land sem hafa verið að taka þátt með okkur.“ Fjölskyldumeðlimir tóku á móti Sirrý og Snjódrífunum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Einnig fulltrúar frá Líf og Krafti, félögunum sem hópurinn safnaði fyrir.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að hún hafi algjörlega fundið fyrir stuðningi og krafti frá öllum. Fram undan hjá henni er nú aðgerð og endurhæfing, þar sem hún er með slitið krossband. „Ég er flutt með annan fótinn út til Slóveníu þar sem maðurinn minn býr og strákarnir hans. Ég ætla því að vera þar.“ Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26 Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11 Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Snjódrífurnar eru komnar heim til sín en þær kláruðu að þvera Vatnajökul núna um helgina. Þrátt fyrir þreytu, bólgur, blöðrur og þurrar varir var létt yfir hópnum á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Vilborg Arna Gissurardóttir, pól- og Everestfari og annar leiðangursstjóra ferðarinnar, á afmæli í dag og var því auðvitað sungið hátt fyrir hana á vellinum. Hópurinn var þakklátur fyrir að vera kominn heim og ætla þær að hittast aftur seinna í dag, borða góðan mat og halda upp á að þessum stóra áfanga er lokið. „Ég held að þetta sé ein besta ferð sem ég hef farið í nokkurn tímann,“ sagði Vilborg Arna á Reykjavíkurflugvelli. „Það var eitthvað svo sérstök stemning. Markmið hópsins var svo skýrt, það var ekki hver og ein að koma á sínum persónulegu forsendum að ná sínum persónulegu markmiðum, heldur voru allir að koma inn í þetta verkefni saman. Það var enginn stærri en verkefnið sjá og það er svo fallegt. Allur hópurinn var í takt, það var mjög mikil samkennd og allar voru að hjálpast að. Það var bara alveg ótrúleg stemning.“ Snjódrífur koma til Reykjavíkur eftir Vatnajökulsgöngu. Afmælisbarnið Vilborg Arna var auðvitað með blöðrur.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að það sem hafi staðið upp úr í þessari ferð hafi verið hópurinn sjálfur, að fá að vera hluti af þessum hóp kvenna. „Svo voru geggjaðar stundir eins og upp í Grímsfjöllum þar sem við sátum úti og drukkum kakó. Það var svo flott útsýni til allra átta og milt og gott veður. Þetta eru stundir sem dýpka vináttuna alltaf. Það eru allir að upplifa það sama.“ Hópurinn safnaði áheitum fyrir Kraft og Líf, samhliða því að hvetja fólk til hreyfingar. Stofnaður var Facebook hópurinn Minn Lífskraftur. Þar hafa einstaklingar og hópar um allt land deilt sínum lífskrafti, hreyft sig og hvatt Snjódrífurnar áfram. Vilborg segist vera full þakklætis. „Til allra sem að hafa tekið þátt með okkur, í áheitunum og þeim sem eru búnir að vera að ganga. Það eru gönguhópar úti um allt land sem hafa verið að taka þátt með okkur.“ Fjölskyldumeðlimir tóku á móti Sirrý og Snjódrífunum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Einnig fulltrúar frá Líf og Krafti, félögunum sem hópurinn safnaði fyrir.Vísir/Vilhelm Vilborg segir að hún hafi algjörlega fundið fyrir stuðningi og krafti frá öllum. Fram undan hjá henni er nú aðgerð og endurhæfing, þar sem hún er með slitið krossband. „Ég er flutt með annan fótinn út til Slóveníu þar sem maðurinn minn býr og strákarnir hans. Ég ætla því að vera þar.“ Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Fjallamennska Heilsa Lífskraftur Tengdar fréttir Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02 Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26 Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11 Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Hólmfríður Vala Svavarsdóttir safnar fyrir Kraft og Líf með því að þvera Vatnajökul ásamt góðum hópi kvenna. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með hópnum, en hún dó ekki ráðalaus. 14. júní 2020 10:02
Snjódrífurnar nánast komnar á leiðarenda Snjódrífurnar eiga nú lítið eftir af rúmlega 150 kílómetra ferðalagi sínu yfir Vatnajökul. 14. júní 2020 14:26
Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11
Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00