Skortur á forskráningu farþega tafði skimanir í Norrænu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 13:27 Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun. Vísir/Jói K Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu. Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Alls komu um 150 farþegar með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun, af þeim fóru um 80 farþegar í skimun en hinir farþegarnir eru Færeyingar, sem þurfa ekki að fara í skimun. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi gekk skimunin og skráning þeirra sem komu með Norrænu í morgun heilt yfir ágætlega. Verkið tók þó ívið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir, og lauk um tveimur og hálfum tíma eftir að ferjan renndi í hlað. „Það réðst aðallega af því að það voru margir sem ekki höfðu fært upplýsingarnar inn rafrænt, ekki tilbúnir alveg til sýnatökunnar eða skráningar inn í landið,“ segir Kristján en farþegar sem koma til landsins, hvort sem er með flugi eða skipi þurfa að fylla inn forskráningarblað og veita þar með ýmsar upplýsingar um veru sína hér á landi. Segir Kristján Ólafur að úr þessu verði bætt framvegis með því að Smyril Line, skipafélagið sem rekur Norrænu, hyggist krefjast þess af farþegum sínum að þeir ljúki forskráningu áður en þeir ganga um borð í ferjuna. Sýnin sem tekin voru á Seyðisfirði í morgun verða send suður seinnipartinn í dag og vonast Kristján Ólafur til þess að niðurstaða liggi jafn vel fyrir í kvöld, en þangað til þurfa þeir sem komu til landsins með Norrænu í morgun að hafa hægt um sig á dvalarstað sínum. Hann segir að eftir nú verði metið hvernig fyrsta atrennann að skimunni gekk fyrir sig en ljóst sé að hraðari hendur þurfi að hafa þegar Norræna fer á sumaráætlun, sem gerist um mánaðarmótin. „Þá er minni tími í höfn,“ segir Kristján Ólafur. Bætir hann við að mögulega verði fyrirkomulagi skimunar breytt og að mögulegt sé að aftur verði gerð tilraun til þess að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja, líkt og gera átti fyrir komuna í dag. Hugmyndin var að hægt væri þá að skima farþegana á leiðinni til Íslands. Hætt var hins vegar við þá ráðstöfun eftir að svartaþoka lá yfir Færeyjum í gær, auk þess sem að tæknileg vandamál komu upp. „Það eru næstu skref sem þarf að ákveða,“ segir Kristján Ólafur aðspurður um hvort til greina komi að senda heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja. Á dagskránni sé samráðsfundur þar sem aðgerðarstjórn Almannavarna á Austurlandi muni leggja til tillögur um hvaða skref verði tekin í framhaldinu.
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira