Trúir því ekki að flokkar reyni að koma í veg fyrir umræður um samgöngusáttmála Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2020 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira