Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 3-0 | Auðveldur sigur hjá Garðbæingum Andri Már Eggertsson skrifar 18. júní 2020 22:55 Úr leiknum í kvöld. Vísir/haraldur Önnur umferð Pepsi Max deild kvenna hófst í kvöld. Í Garðabænum áttust við Stjarnan og FH en bæði liðin voru stigalaus þegar kom að leik. Leikurinn fór heldur rólega af stað bæði lið voru afar varkár í sínum aðgerðum og var alveg ljóst að mikið var undir í leiknum. Þó lítið hafi verið um færi ógnaði FH meira til að byrja með en það dugði skammt því á 34. mínútu leiksins brýtur Betsy Hassett ísinn. Eftir mikið klafs í teig FH nær Betsy að leggja boltann snyrtilega í markið og koma Stjörnunni yfir og fór Stjarnan til hálfleiks með 1-0 forystu. Kristján Guðmundsson gerir breytingu í hálfleik útaf fór Lára Mist Baldursdóttir og inná kom Shameeka Fishley sem þakkaði traustið með tveimur mörkum. Líkt og í byrjun leiks fór seinni hálfleikurinn heldur rólega af stað þangað til Shameeka Fishley slapp ein inn fyrir vörn FH eftir mjög klaufaleg mistök hjá Ingibjörgu Rún Ólafsdóttur Shameeka afgreiddi það mjög vel og kom Stjörnunni í 2- 0. Stuttu síðar var Shameeka Fishley aftur á ferðinni þegar Jasmín vann boltann með góðri tæklingu á miðjunni sem endar með að Shameeka Fishley nær boltanum og vippar yfir Anítu Dögg Guðmundsdóttur. Leikurinn spilaðist síðan heldur rólega enda orðið deignum ljósara að stigin þrjú væru á leið í Garðabæinn. Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan var betri á öllum sviðum leiksins. Varnarleikur Stjörnunar var mjög góður, þær tóku FH úr öllum aðgerðum og áttu þær erfitt með sóknarleik sinn sem og spil úr öftustu vörn. Sóknarlega nýtti Stjarnan færin vel sem skilaði sér í þremur mörkum. Stjörnukonur fagna einu af þremur mörkum sínum í kvöld. vísir/haraldur Hverjar stóðu uppúr? Shameeka Fishley kom inná í hálfleik og skoraði tvö mörk með skömmu millibili. Jasmín Erla Ingadóttir var frábær á miðjunni í Stjörnunni hún braut nánast allt spil FH með dugnað og krafti sem endaði með einni stoðsendingu í öðru marki Stjörnunar. Þær sóknir sem FH fengu sá Birta Guðlaugsdóttir við hún var traust í teignum og kórónaði hún flottan leik sinn með góðri markvörslu frá Andreu Mist undirlok leiks. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var mjög slakur þær áttu erfitt með að skapa sér færi og þau færi sem þau komu sér í nýttu þær illa. Varnarleikur FH var mjög slakur þær áttu oft á tíðum mjög erfitt með uppspil sem og að verjast stungu sendingum sem endaði oft með að leikmenn Stjörnunar komust einar í gegn. Hvað gerist næst? FH spilar sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar þær fá Selfoss í heimsókn á þriðjudagskvöldið. Degi síðar spilar Stjarnan útileik á móti ÍBV. Hinn þaulreyndi Kristján Guðmundsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/haraldur Kristján Guðmundsson: Þær sem koma inná og gera ekkert fá ekki annað tækifæri „ Eftir að hafa tapað í fyrstu umferðinni var gott að við skildum vinna okkur til baka með góðum sigri. Leikurinn var bara fínn og var þetta alveg nóg til þess að vinna FH,” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar. Fram að fyrsta marki leiksins var leikurinn mjög rólegur og þó bæði lið sköpuðu sér lítið virtist FH vera með tök á leiknum. Kristján talar um að það hafi tekið liðinu 20 mínútur að ná út spennustiginu og láta leikinn koma til þeirra en eftir að Stjarnan kemst yfir áttu þær öll völdin á vellinum. Shameeka Fishley kom inná í hálfleik og minnti heldur betur á sig með tveimur mörkum. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þær sem koma inná skili svona framlagi það er algjört lykilatriði maður er ekki á bekknum til að koma inná og gera ekki neitt þá fær maður ekki aftur tækifæri.” Bæði liðin nýttu allar sínar fimm skiptingar aðspurður hvort Kristján væri ángæður með þessa nýjung. „Ég ætla klárlega að nota þetta sérstaklega í upphafi móts til að passa uppá mína leikmenn. Þetta gæti alveg komið til að vera maður veit aldrei hvað þeim dettur í hug út í Sviss,” sagði Kristján léttur. Næsti leikur Stjörnunar er út í Vestmannaeyjum Kristjáni hlakkar til að fara til Eyja og vonast eftir vondu veðri svo sjóferðin verði skemmtileg. Árni Freyr þjálfari FH.vísir/haraldur Árni Freyr Guðnason: Erlendi leikmaðurinn okkar verður klár í næsta leik „Við Guðni erum mjög pirraðir eftir svona leik. Við vorum í góðri stöðu áður en þær skoruðu fyrsta markið en eftir það var þetta einstefna af þeirra hálfu og hefðum við líka átt að gera betur í öðru markinu. Alveg út fyrri hálfleikinn er Stjarnan með öll völd en við byrjuðum seinni hálfleikinn af krafti en eftir annað markið sáum við ekki til sólar,” sagði Árni. Færin voru af skornum skammti hjá FH og sagði Árni að þeirra svar væri ekki komin með leikheimild Matty Gonzalez en hún verður klár í næsta leik og á eftir að vera mikil liðsstyrkur fyrir FH liðið það sem af lifir móti. „Fyrstu mínúturnar voru góðar og skipulagði varnarlega líka eins og á móti Breiðablik þangað til við fáum á okkur mark númer tvö, síðan var ágætis karakter að reyna komast til baka,” sagði Árni Freyr aðspurður hvað væri hægt að taka jákvætt úr þessu. Pepsi Max-deild kvenna FH Stjarnan
Önnur umferð Pepsi Max deild kvenna hófst í kvöld. Í Garðabænum áttust við Stjarnan og FH en bæði liðin voru stigalaus þegar kom að leik. Leikurinn fór heldur rólega af stað bæði lið voru afar varkár í sínum aðgerðum og var alveg ljóst að mikið var undir í leiknum. Þó lítið hafi verið um færi ógnaði FH meira til að byrja með en það dugði skammt því á 34. mínútu leiksins brýtur Betsy Hassett ísinn. Eftir mikið klafs í teig FH nær Betsy að leggja boltann snyrtilega í markið og koma Stjörnunni yfir og fór Stjarnan til hálfleiks með 1-0 forystu. Kristján Guðmundsson gerir breytingu í hálfleik útaf fór Lára Mist Baldursdóttir og inná kom Shameeka Fishley sem þakkaði traustið með tveimur mörkum. Líkt og í byrjun leiks fór seinni hálfleikurinn heldur rólega af stað þangað til Shameeka Fishley slapp ein inn fyrir vörn FH eftir mjög klaufaleg mistök hjá Ingibjörgu Rún Ólafsdóttur Shameeka afgreiddi það mjög vel og kom Stjörnunni í 2- 0. Stuttu síðar var Shameeka Fishley aftur á ferðinni þegar Jasmín vann boltann með góðri tæklingu á miðjunni sem endar með að Shameeka Fishley nær boltanum og vippar yfir Anítu Dögg Guðmundsdóttur. Leikurinn spilaðist síðan heldur rólega enda orðið deignum ljósara að stigin þrjú væru á leið í Garðabæinn. Afhverju vann Stjarnan? Stjarnan var betri á öllum sviðum leiksins. Varnarleikur Stjörnunar var mjög góður, þær tóku FH úr öllum aðgerðum og áttu þær erfitt með sóknarleik sinn sem og spil úr öftustu vörn. Sóknarlega nýtti Stjarnan færin vel sem skilaði sér í þremur mörkum. Stjörnukonur fagna einu af þremur mörkum sínum í kvöld. vísir/haraldur Hverjar stóðu uppúr? Shameeka Fishley kom inná í hálfleik og skoraði tvö mörk með skömmu millibili. Jasmín Erla Ingadóttir var frábær á miðjunni í Stjörnunni hún braut nánast allt spil FH með dugnað og krafti sem endaði með einni stoðsendingu í öðru marki Stjörnunar. Þær sóknir sem FH fengu sá Birta Guðlaugsdóttir við hún var traust í teignum og kórónaði hún flottan leik sinn með góðri markvörslu frá Andreu Mist undirlok leiks. Hvað gekk illa? Sóknarleikur FH var mjög slakur þær áttu erfitt með að skapa sér færi og þau færi sem þau komu sér í nýttu þær illa. Varnarleikur FH var mjög slakur þær áttu oft á tíðum mjög erfitt með uppspil sem og að verjast stungu sendingum sem endaði oft með að leikmenn Stjörnunar komust einar í gegn. Hvað gerist næst? FH spilar sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar þær fá Selfoss í heimsókn á þriðjudagskvöldið. Degi síðar spilar Stjarnan útileik á móti ÍBV. Hinn þaulreyndi Kristján Guðmundsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/haraldur Kristján Guðmundsson: Þær sem koma inná og gera ekkert fá ekki annað tækifæri „ Eftir að hafa tapað í fyrstu umferðinni var gott að við skildum vinna okkur til baka með góðum sigri. Leikurinn var bara fínn og var þetta alveg nóg til þess að vinna FH,” sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar. Fram að fyrsta marki leiksins var leikurinn mjög rólegur og þó bæði lið sköpuðu sér lítið virtist FH vera með tök á leiknum. Kristján talar um að það hafi tekið liðinu 20 mínútur að ná út spennustiginu og láta leikinn koma til þeirra en eftir að Stjarnan kemst yfir áttu þær öll völdin á vellinum. Shameeka Fishley kom inná í hálfleik og minnti heldur betur á sig með tveimur mörkum. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að þær sem koma inná skili svona framlagi það er algjört lykilatriði maður er ekki á bekknum til að koma inná og gera ekki neitt þá fær maður ekki aftur tækifæri.” Bæði liðin nýttu allar sínar fimm skiptingar aðspurður hvort Kristján væri ángæður með þessa nýjung. „Ég ætla klárlega að nota þetta sérstaklega í upphafi móts til að passa uppá mína leikmenn. Þetta gæti alveg komið til að vera maður veit aldrei hvað þeim dettur í hug út í Sviss,” sagði Kristján léttur. Næsti leikur Stjörnunar er út í Vestmannaeyjum Kristjáni hlakkar til að fara til Eyja og vonast eftir vondu veðri svo sjóferðin verði skemmtileg. Árni Freyr þjálfari FH.vísir/haraldur Árni Freyr Guðnason: Erlendi leikmaðurinn okkar verður klár í næsta leik „Við Guðni erum mjög pirraðir eftir svona leik. Við vorum í góðri stöðu áður en þær skoruðu fyrsta markið en eftir það var þetta einstefna af þeirra hálfu og hefðum við líka átt að gera betur í öðru markinu. Alveg út fyrri hálfleikinn er Stjarnan með öll völd en við byrjuðum seinni hálfleikinn af krafti en eftir annað markið sáum við ekki til sólar,” sagði Árni. Færin voru af skornum skammti hjá FH og sagði Árni að þeirra svar væri ekki komin með leikheimild Matty Gonzalez en hún verður klár í næsta leik og á eftir að vera mikil liðsstyrkur fyrir FH liðið það sem af lifir móti. „Fyrstu mínúturnar voru góðar og skipulagði varnarlega líka eins og á móti Breiðablik þangað til við fáum á okkur mark númer tvö, síðan var ágætis karakter að reyna komast til baka,” sagði Árni Freyr aðspurður hvað væri hægt að taka jákvætt úr þessu.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti