Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 19. júní 2020 09:00 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er ekki til þess fallið að bæta umgjörðina utan um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra manna að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þær sem frumvarpið leggur til muni fremur ýkja og ýfa fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Við höfum áður beint sjónum okkar að 8. grein frumvarpsins en nú tökum við til umfjöllunar álit okkar á Dyflinnarreglugerðinni og 11.grein frumvarpsins. Dyflinnarreglugerðin Dyflinnarreglugerðin hefur verið fastur liður í umræðunni um málefni flóttafólks- og hælisleitenda undanfarin ár. Frumvarp það sem hér er til umræðu virðist leggja upp með þá áætlun að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur til að hafna bersýnilega tilhæfulausum umsóknum, að mati yfirvalda, hratt og örugglega. Að okkar mati gengur þetta gegn anda reglugerðarinnar. Dyflinnarreglugerðin var ekki gerð til að gefa ríkjum ástæðu til að varpa ábyrgð sinni á straumi flóttamanna yfir á önnur ríki hvenær sem kostur gefst. Mikilvægt er að undirstrika að Dyflinnarreglugerðin er heimild. Stjórnvöld mega sýna fólki í neyð mannúð þó að þau hafi fengið alþjóðlega vernd í landi sem er ófært um að veita þeim möguleika á mannsæmandi lífi. Þess vegna finnst okkur skjóta skökku við ef hin nýju lög draga úr mannúð Íslands gagnvart fólki í slíkri stöðu. 11. grein frumvarpsins Í greinargerð frumvarpsins um 11.gr. er tekið fram að ástæða ,,þykir til að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar svo að löggjöfin sjálf verði ekki aðalástæða þess að fólk leitar hingað til lands eftir alþjóðlegri vernd en þannig má draga úr frekari fjölgun umsókna." Einnig segir í 2. kafla greinargerðinnar: ,,Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur." Í þessu samhengi bendum við á þrjú mikilvæg atriði. 1) Í fyrsta lagi furðum við okkur á viðhorfi og vinnubrögðum frumvarpsflytjanda. Það er gríðarlega mikið til af gögnum, skýrslum og vitnisburðum um slæmar og ómannsæmandi aðstæður flóttafólks sem er með landvistarleyfi í löndum eins og Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi eða Búlgaríu. Við getum ekki ímyndað okkur að yfirvöld hafi ekki nægar upplýsingar um aðstæður í þessum löndum og því verðum við að telja að þau kjósi að horfa framhjá þeim. Að horft sé framhjá mannréttindum fólks á flótta auk þess að virða ekki hugsjónir um samstarf innan álfunnar allrar í málaflokknum eru að okkar mati óásættanleg vinnubrögð. 2) Við setjum spurningarmerki við þau viðhorf sem birtast í greinargerðinni um nauðsyn breytinga á „íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar (...)" Íslensk löggjöf á að bregðast við raunverulegri þörf umsækjanda um alþjóðlega vernd sem er í samræmi við kröfur mannréttinda fyrst og síðast óháð viðmiðum nágrannaþjóða. 3) Í starfi okkar innan kirkjunnar leita til okkar margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þegar við hlustum á sögur þessara einstaklinga skiljum við hve margvíslegar ástæður eru fyrir því að þeir koma hingað til Íslands þrátt fyrirað hafa landvistarleyfi í Grikklandi eða á Ítalíu. Sumar ástæðurnar eru, að okkar mati, svo alvarlegar og sterkar að við teljum að umsóknirnar ættu að verða teknar til efnismeðferðar. Þess vegna fullyrðum við að mikilvægt sé að sérhver umsókn um vernd skuli eiga möguleika á efnismeðferð. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur, þar sem horft er til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka til frekari skoðunar. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30 Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er ekki til þess fallið að bæta umgjörðina utan um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra manna að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þær sem frumvarpið leggur til muni fremur ýkja og ýfa fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Við höfum áður beint sjónum okkar að 8. grein frumvarpsins en nú tökum við til umfjöllunar álit okkar á Dyflinnarreglugerðinni og 11.grein frumvarpsins. Dyflinnarreglugerðin Dyflinnarreglugerðin hefur verið fastur liður í umræðunni um málefni flóttafólks- og hælisleitenda undanfarin ár. Frumvarp það sem hér er til umræðu virðist leggja upp með þá áætlun að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur til að hafna bersýnilega tilhæfulausum umsóknum, að mati yfirvalda, hratt og örugglega. Að okkar mati gengur þetta gegn anda reglugerðarinnar. Dyflinnarreglugerðin var ekki gerð til að gefa ríkjum ástæðu til að varpa ábyrgð sinni á straumi flóttamanna yfir á önnur ríki hvenær sem kostur gefst. Mikilvægt er að undirstrika að Dyflinnarreglugerðin er heimild. Stjórnvöld mega sýna fólki í neyð mannúð þó að þau hafi fengið alþjóðlega vernd í landi sem er ófært um að veita þeim möguleika á mannsæmandi lífi. Þess vegna finnst okkur skjóta skökku við ef hin nýju lög draga úr mannúð Íslands gagnvart fólki í slíkri stöðu. 11. grein frumvarpsins Í greinargerð frumvarpsins um 11.gr. er tekið fram að ástæða ,,þykir til að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar svo að löggjöfin sjálf verði ekki aðalástæða þess að fólk leitar hingað til lands eftir alþjóðlegri vernd en þannig má draga úr frekari fjölgun umsókna." Einnig segir í 2. kafla greinargerðinnar: ,,Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur." Í þessu samhengi bendum við á þrjú mikilvæg atriði. 1) Í fyrsta lagi furðum við okkur á viðhorfi og vinnubrögðum frumvarpsflytjanda. Það er gríðarlega mikið til af gögnum, skýrslum og vitnisburðum um slæmar og ómannsæmandi aðstæður flóttafólks sem er með landvistarleyfi í löndum eins og Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi eða Búlgaríu. Við getum ekki ímyndað okkur að yfirvöld hafi ekki nægar upplýsingar um aðstæður í þessum löndum og því verðum við að telja að þau kjósi að horfa framhjá þeim. Að horft sé framhjá mannréttindum fólks á flótta auk þess að virða ekki hugsjónir um samstarf innan álfunnar allrar í málaflokknum eru að okkar mati óásættanleg vinnubrögð. 2) Við setjum spurningarmerki við þau viðhorf sem birtast í greinargerðinni um nauðsyn breytinga á „íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar (...)" Íslensk löggjöf á að bregðast við raunverulegri þörf umsækjanda um alþjóðlega vernd sem er í samræmi við kröfur mannréttinda fyrst og síðast óháð viðmiðum nágrannaþjóða. 3) Í starfi okkar innan kirkjunnar leita til okkar margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þegar við hlustum á sögur þessara einstaklinga skiljum við hve margvíslegar ástæður eru fyrir því að þeir koma hingað til Íslands þrátt fyrirað hafa landvistarleyfi í Grikklandi eða á Ítalíu. Sumar ástæðurnar eru, að okkar mati, svo alvarlegar og sterkar að við teljum að umsóknirnar ættu að verða teknar til efnismeðferðar. Þess vegna fullyrðum við að mikilvægt sé að sérhver umsókn um vernd skuli eiga möguleika á efnismeðferð. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur, þar sem horft er til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka til frekari skoðunar. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun