Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 18. júní 2020 19:27 Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. Sakborningar kvarta yfir því að verjendur séu ekki „vakandi“ yfir skýrslutökum og jafnvel húsleitum, illa gangi að ná í þá og að þeir séu illa undirbúnir í málflutningi svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að verða við ósk sakbornings um tilnefningu verjanda ef hann hefur verið handtekinn. En staðan er oft sú að sakborningur hefur ekki tengsl við hæfan lögmann og veit ekki, eða man ekki, hvern hann á að fá í starfið. Þá tekur rannsakandinn til sinna ráða og tilnefnir „sinn“ lögmann fyrir viðkomandi sakborning. Hagsmunir sakbornings eiga að ráða vali á verjanda. Hins vegar eru það einungis örfáir útvaldir lögmenn sem fá langflest mál frá lögreglu, ekki síst stóru málin. Í fangahópnum er talað um þessa lögmenn sem „löggulögmenn“ enda er hinn þröngi hópur tilnefndur aftur og aftur. Þetta fyrirkomulag er fram úr hófi óeðlilegt enda miklir hagsmunir í húfi. Hér er ekki verið að halda því fram að verjendurnir sem lögreglan tilnefnir séu slæmir lögmenn en það lítur út fyrir það að hagsmunatengsl séu til staðar. Lögmennirnir geta hæglega verið háðir því að lögreglan haldi áfram að tilnefna þá sem verjendur en fyrir það fá þeir greidda umtalsverða fjármuni, oft svo milljónum og skiptir. Það má vel ímynda sér það að hagsmunir lögreglunnar liggi í því að ekki sé of mikið haft fyrir vörninni. Hverjir svo sem hagsmunirnir kunni að vera, eða kunni ekki að vera, hlýtur að vera óeðlilegt að sá sem rannsakar mál og vill ná fram sakfellingu velji þann sem á að standa í veginum. Í nóvember 2015 sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þetta stæði til bóta. Menn væru misviljugir að taka að sér verjendastörf en nú (árið 2015) ættu sér stað samræður á milli lögreglu og Lögmannafélagsins um uppfærðan bakvarðalist Lögmannafélagsins. Ekkert hefur þó breyst á þessum árum. Afstaða hefur ítrekað bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en allt hefur komið fyrir ekki. Lögmannafélagið virðist ekki hafa áhuga á málinu. Félagið hefur íhugað að senda dómstólum erindi en samkvæmt upplýsingum félagsins hafa þeir enga sérstaka aðkomu að málum sem ekki eru komin fyrir dóm. Hvað er þá til ráða? Afstaða telur það ekki sitt hlutverk að aðstoða sakborninga á rannsóknarstigi enda um viðkvæmt lögfræðilegt viðfangsefni að ræða. Hins vegar fer mikill tími í þessi mál enda óánægja oft mikil. Þess vegna hefur Afstaða tekið saman lista lögmanna sem fangar og sakborningar hafa haft góða reynslu af. Félagið leggur til að lögreglan kynni sér þennan lista og hafi hann við höndina þegar lögmenn eru valdir til verjendastarfa. Með því telur félagið að hagsmunatengsl á milli lögreglu og verjanda verði síður til staðar. Þá eru sakborningar og þeirra aðstandendur velkomnir að fá ráð hjá Afstöðu í formadur@afstada.is og hér er linkur á lögmannalistann okkar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Dómstólar Lögreglan Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. Sakborningar kvarta yfir því að verjendur séu ekki „vakandi“ yfir skýrslutökum og jafnvel húsleitum, illa gangi að ná í þá og að þeir séu illa undirbúnir í málflutningi svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að verða við ósk sakbornings um tilnefningu verjanda ef hann hefur verið handtekinn. En staðan er oft sú að sakborningur hefur ekki tengsl við hæfan lögmann og veit ekki, eða man ekki, hvern hann á að fá í starfið. Þá tekur rannsakandinn til sinna ráða og tilnefnir „sinn“ lögmann fyrir viðkomandi sakborning. Hagsmunir sakbornings eiga að ráða vali á verjanda. Hins vegar eru það einungis örfáir útvaldir lögmenn sem fá langflest mál frá lögreglu, ekki síst stóru málin. Í fangahópnum er talað um þessa lögmenn sem „löggulögmenn“ enda er hinn þröngi hópur tilnefndur aftur og aftur. Þetta fyrirkomulag er fram úr hófi óeðlilegt enda miklir hagsmunir í húfi. Hér er ekki verið að halda því fram að verjendurnir sem lögreglan tilnefnir séu slæmir lögmenn en það lítur út fyrir það að hagsmunatengsl séu til staðar. Lögmennirnir geta hæglega verið háðir því að lögreglan haldi áfram að tilnefna þá sem verjendur en fyrir það fá þeir greidda umtalsverða fjármuni, oft svo milljónum og skiptir. Það má vel ímynda sér það að hagsmunir lögreglunnar liggi í því að ekki sé of mikið haft fyrir vörninni. Hverjir svo sem hagsmunirnir kunni að vera, eða kunni ekki að vera, hlýtur að vera óeðlilegt að sá sem rannsakar mál og vill ná fram sakfellingu velji þann sem á að standa í veginum. Í nóvember 2015 sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þetta stæði til bóta. Menn væru misviljugir að taka að sér verjendastörf en nú (árið 2015) ættu sér stað samræður á milli lögreglu og Lögmannafélagsins um uppfærðan bakvarðalist Lögmannafélagsins. Ekkert hefur þó breyst á þessum árum. Afstaða hefur ítrekað bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en allt hefur komið fyrir ekki. Lögmannafélagið virðist ekki hafa áhuga á málinu. Félagið hefur íhugað að senda dómstólum erindi en samkvæmt upplýsingum félagsins hafa þeir enga sérstaka aðkomu að málum sem ekki eru komin fyrir dóm. Hvað er þá til ráða? Afstaða telur það ekki sitt hlutverk að aðstoða sakborninga á rannsóknarstigi enda um viðkvæmt lögfræðilegt viðfangsefni að ræða. Hins vegar fer mikill tími í þessi mál enda óánægja oft mikil. Þess vegna hefur Afstaða tekið saman lista lögmanna sem fangar og sakborningar hafa haft góða reynslu af. Félagið leggur til að lögreglan kynni sér þennan lista og hafi hann við höndina þegar lögmenn eru valdir til verjendastarfa. Með því telur félagið að hagsmunatengsl á milli lögreglu og verjanda verði síður til staðar. Þá eru sakborningar og þeirra aðstandendur velkomnir að fá ráð hjá Afstöðu í formadur@afstada.is og hér er linkur á lögmannalistann okkar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun