FH-ingar auglýsa óvænt leik fyrir handboltaþyrsta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 13:30 Frá leik Stjörnunnar og FH í Olís deild karla. Bjarni Ófeigur Valdimarsson reynir að komas framhjá Bjarka Má Gunnarssyni og Ágúst Birgisson er tilbúinn inn á línunni. Vísir/Daníel Þór Það hefur ekki verið spilaður mikill handbolti á Íslandi síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar og handboltaáhugafólk missti líka alveg af úrslitakeppninni í ár. Nágrannarnir í FH og Stjörnunni ætla að koma til móts við handboltaþyrsta með því bjóða upp á leik fyrir handboltaáhugafólk í dag. FH-ingar auglýsa á Twitter-síðu sinni að í kvöld fari fram æfingarleikur á milli FH og Stjörnunnar í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 17.30. FH-Stjarnan kl 17:30 í dag!Alvöru æfingaleikur fyrir sumarfrí.Kíktu í Krikann - Við erum FH.#olisdeildin #handbolti pic.twitter.com/w4jdIjDbIr— FH Handbolti (@FH_Handbolti) June 19, 2020 FH-ingar boð þarna „alvöru æfingarleik fyrir sumarfrí“ í auglýsingu sinni á samfélagsmiðlum. Stjörnumenn hafa verið duglegir að styrkja sig eftir að allt fór í frost en Patrekur Jóhannesson er nú tekinn við liðinu. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur Jóhannesson á dögunum þegar hann var spurður út í það hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. FH-liðið var aftur á móti við toppinn í vetur og var í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Val, þegar tímabilið var flautað af. Valur fékk deildarmeistaratitilinn en enn átti eftir að spila tvær síðustu umferðirnar. Olís-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Það hefur ekki verið spilaður mikill handbolti á Íslandi síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar og handboltaáhugafólk missti líka alveg af úrslitakeppninni í ár. Nágrannarnir í FH og Stjörnunni ætla að koma til móts við handboltaþyrsta með því bjóða upp á leik fyrir handboltaáhugafólk í dag. FH-ingar auglýsa á Twitter-síðu sinni að í kvöld fari fram æfingarleikur á milli FH og Stjörnunnar í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 17.30. FH-Stjarnan kl 17:30 í dag!Alvöru æfingaleikur fyrir sumarfrí.Kíktu í Krikann - Við erum FH.#olisdeildin #handbolti pic.twitter.com/w4jdIjDbIr— FH Handbolti (@FH_Handbolti) June 19, 2020 FH-ingar boð þarna „alvöru æfingarleik fyrir sumarfrí“ í auglýsingu sinni á samfélagsmiðlum. Stjörnumenn hafa verið duglegir að styrkja sig eftir að allt fór í frost en Patrekur Jóhannesson er nú tekinn við liðinu. „Stjarnan hefur verið á bilinu sjöunda til níunda sæti undanfarin ár og þar á undan í fyrstu deild. Ég er með þriggja ára plan og í þeim liðum sem ég hef síðast verið að þjálfa hér á Íslandi þá hefur þetta endað vel eftir tvö ár en auðvitað vil ég alltaf berjast um efstu sætin. Það breytist aldrei sama hvar ég fer að þjálfa,“ sagði Patrekur Jóhannesson á dögunum þegar hann var spurður út í það hvar Stjarnan myndi enda á næstu leiktíð. FH-liðið var aftur á móti við toppinn í vetur og var í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Val, þegar tímabilið var flautað af. Valur fékk deildarmeistaratitilinn en enn átti eftir að spila tvær síðustu umferðirnar.
Olís-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira