Erlent

Leikarinn sem fór með hlut­­verk Bilbo Baggins er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ian Holm árið 2005.
Ian Holm árið 2005. Getty

Breski leikarinn Sir Ian Holm, sem er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Hobbitans Bilbo Baggins í Lord of the Rings-kvikmyndunum, er látinn, 88 ára að aldri.

Holm gerði sömuleiðis garðinn frægan sem þjálfarinn í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire og svo Ash í Alien frá 1979.

Ian Holm í hlutverki Bilbo Baggins.

Umboðsmaður Holm staðfesti andlát Holm í yfirlýsingu í dag. Segir að Holm hafi látist á sjúkrahúsi í faðmi fjölskyldu sinnar, en leikarinn hafði glímt við Parkinson-veiki um nokkurt skeið.

Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti karlleikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Charios of Fire.

Holm var aðlaður árið 1998 fyrir framlag sitt til leiklistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×