Lukaku og Martinez sáu um Sampdoria

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Magnað tvíeyki
Magnað tvíeyki vísir/Getty

Inter Milan fékk Sampdoria í heimsókn í síðasta leik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni en um var að ræða fyrsta leik liðanna eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Fyrir hlé hafði Inter á að skipa einu öflugasta framherjapari í Evrópu og þeir voru svo sannarlega mættir tvíefldir til leiks að nýju.

Romelu Lukaku kom Inter í 1-0 á 10.mínútu og Lautaro Martinez tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik.

Morten Thorsby minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Inter.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira