Innlent

Jarð­skjálfta­hrina norð­austur af Siglu­firði

Sylvía Hall skrifar
Um 450 skjálftar hafa mælst á svæðinu.
Um 450 skjálftar hafa mælst á svæðinu. Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina hófst í gær um 20 kílómetra norðaustur af Siglufirði og hafa um 450 skjálftar mælst þar. Virkni jókst upp úr klukkan 19 í gær og mældust átta skjálftar 3,0 eða stærri um kvöldið. Sá stærsti mældist 3,8.

Vakthafandi jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að svæðið sé mjög algengt jarðskjálftasvæði svo það sé eðlilegt að slík hrina eigi sér stað. Lítil hrina hafi orðið í vor en síðasta hrina með nokkuð stórum skjálftum varð árið 2012.

Veðurstofan hafi því fengið nokkrar tilkynningar um skjálftana en þeir hafi fundist á Siglufirði, Ólafsfirði og á Akureyri. Síðasti skjálftinn varð núna klukkan 06:50 og mældist 3,6 og fundu einhverjir íbúar á Akureyri fyrir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×