Þú getur leyft þér það Rannveig Borg skrifar 21. júní 2020 15:00 Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Sagði ein vinkona mín við mig um daginn. Umræðan er tabú en þú ert í þeirri stöðu að geta leyft þér að skrifa um þetta málefni. Þess vegna skrifa ég þessa grein. Í dag getum við tekist á málefnalega um flest mál. Viðhorf okkar og opinber umræða geta þó breyst á skömmum tíma. Stundum hreinlega yfir nóttu. Metoo# byltingin er gott dæmi, hrottaleg aftaka George Floyd annað þá átti Gréta Thunberg stóran þátt í að koma hnattrænni hlýnun og grænmetisfæði á kortið. Þetta allt má ræða. Þá að bleika fílnum. Af hverju má ekki ræða bleika fílinn eða skaðsemi hans? Fólk gæti haldið að þú ættir við vandamál að stríða, værir í leynifélaginu, eða hreinlega orðin leiðinleg. Fólk sem drekkur ekki er boring manstu hvernig var talað um stúkufólkið eða bindindismenn? Best að mæta í boð en fara vel með að þú drekkir ekki. Þykjast drekka og vera eins og aðrir vera eins og hinir. Koma fyrst, fara síðast og dansa mest. Ein ástæðan er væntanlega sú að hann hefur verið hluti af menningu okkar í hundruði ára. Vegna þess finnst okkur hann jafn sjálfsagður ef ekki sjálfsagðari en einkabíllinn. - Jón er ekki byrjaður að keyra. Jón er ekki byrjaður að drekka. Jón er ekki orðinn fullorðinn. - Vissulega finnst okkur að okkur vegið þegar notkun einkabílsins er gagnrýnd. Við gætum ekki hugsað okkur lífið án hans. Ekki frekar en bleika fílsins. Og alls ekki bleika fílsins. Mig langar að sjá viðhorfsbreytingu. Við verðum meðvituð um að hann er það ávanabindandi að allir geta orðið háðir honum. Ekki einungis þeir sem eru í leynifélaginu. Við erum öll í sama bátnum. Að við gerum okkur grein fyrir að hann er krabbameinsvaldandi – já líka í hófi. Árið 2016 létust um 400 000 einstaklingar úr krabbameini af hans völdum. Krabbameinsáhættan eykst í hlutfalli við neyslu – til dæmis sýna rannsóknir að líkurnar á brjóstakrabbameini hjá konum aukast um ca 10% með hverjum 10 gr - eða einum drykk - á dag. Hann er ennfremur þunglyndisvaldandi (e. Depressant) og kvíðavekjandi. Hann er ekkert betri en önnur eiturlyf þó löglegur sé. Þvert á móti, rannsóknir sýna að þegar neikvæð áhrif á aðra auk beinna áhrifa á einstaklinginn eru mæld þá er hann jafnvel hættulegasta eiturlyfið vegna þess hversu almenn neysla hans er. Við þurfum að hætta að hlífa honum við gagnrýnni umræðu. Hann á ekkert inni hjá okkur. WHO talar um skaðlega notkun hans sem eitt helsta heilsufarsvandamálið í heiminum. Öll þekkjum við dæmi um vini og vandamenn sem hafa háð mjög erfiða báráttu sem fyrir hluta notenda endar illa. Í dag bíða mörg hundruð manns eftir plássi á Vogi. Og það eru einungis þeir sem eru tilbúnir að takast á við vandann. Sennilegt er að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Miklu máli skiptir að vera meðvituð um áhætturnar af hans völdum fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Flest viljum við jú vera fyrirmynd komandi kynslóða. Ljóst er að almenningur er ekki að fara að hætta að neyta vímugjafa. Það væri hin fullkomna útopía að halda öðru fram. Aftur á móti finnst mér óviðeigandi að við upphefjum, banaliserum og forðumst gagnrýna umræðu um einn þeirra. Þann eina sem við þurfum að afsaka af hverju við notum ekki. Bleika fílinn. Heilaga gleðidrykkinn. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, áhugamanneskja um heilbrigt líferni og hefur tekið kúrsa í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir 1. https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/312318/WHO-MSD-MSB-18.2-eng.pdf?sequence=1&isAllowed=y 2. https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(10)61462-6/fulltext 3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4299758/ 4. https://www.cancer-environnement.fr/262-Volume-100E--Tabac,-noix-darec,-alcool,-fumee-de-charbon-et-poisson-sale.ce.aspx?fbclid=IwAR006NHykLKeKoBY2t9yuQ-Jf0yoD9-j_yTxJ6edHfTMXxjJvs5eCYu4WFw 5. https://www.visir.is/g/20201978079d?fbclid=IwAR0V-f3S8bFXIzFVaQG1tj86bWwjlbSgdmTt17qK7H3lJkQ-LoUTwnFxFjE
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun