Mikilvægt að nýta hverja mínútu á þingi en útiloka fund á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 11:32 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki koma til greina að fundað verði á Alþingi á morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“ Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“
Alþingi Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira