Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 12:06 Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg. Getty/Thierry Monasse Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Það er, að brugðist sé við breytingunum með jafn miklum krafti segir Greta í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Fólk er að byrja að fatta að við getum ekki horft fram hjá þessum hlutum,“ segir Greta og vísar í bæði loftslagsvána og málefni líkt og Black Lives Matter hreyfinguna. „Við getum ekki haldið áfram að sópa þessu óréttlæti undir teppið.“ Þá segir hún að samkomubann hafi gefið henni tíma til að slaka á og litið á málin frá öðru sjónarhorni. Mikilvægt hafi verið fyrir hana að fá að verja tíma úr sviðsljósinu. Greta kynnti einnig hlaðvarp sem fór í loftið í morgun hjá ríkisútvarpi Svíþjóðar. Þar fjallar hún meðal annars um upplifun sína á því að verða einn frægasti aðgerðarsinni síðasta árs og í raun stórstjarna. Greta vakti fyrst athygli þegar hún hætti að mæta í skólann í hádegi á föstudögum til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur hún ferðast víða til að tala um loftslagsmál og sigldi hún meðal annars yfir Atlantshafið til að tala á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál sem haldin var í New York í Bandaríkjunum í september síðastliðnum. Hún lýsir því hvernig það var þegar þjóðarleiðtogar biðu í röðum til að ná með henni mynd, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari sem spurði hana um leyfi til að birta af þeim mynd á samfélagsmiðlum. Lesa má viðtalið í heild sinni hér. Loftslagsmál Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Það er, að brugðist sé við breytingunum með jafn miklum krafti segir Greta í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Fólk er að byrja að fatta að við getum ekki horft fram hjá þessum hlutum,“ segir Greta og vísar í bæði loftslagsvána og málefni líkt og Black Lives Matter hreyfinguna. „Við getum ekki haldið áfram að sópa þessu óréttlæti undir teppið.“ Þá segir hún að samkomubann hafi gefið henni tíma til að slaka á og litið á málin frá öðru sjónarhorni. Mikilvægt hafi verið fyrir hana að fá að verja tíma úr sviðsljósinu. Greta kynnti einnig hlaðvarp sem fór í loftið í morgun hjá ríkisútvarpi Svíþjóðar. Þar fjallar hún meðal annars um upplifun sína á því að verða einn frægasti aðgerðarsinni síðasta árs og í raun stórstjarna. Greta vakti fyrst athygli þegar hún hætti að mæta í skólann í hádegi á föstudögum til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur hún ferðast víða til að tala um loftslagsmál og sigldi hún meðal annars yfir Atlantshafið til að tala á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál sem haldin var í New York í Bandaríkjunum í september síðastliðnum. Hún lýsir því hvernig það var þegar þjóðarleiðtogar biðu í röðum til að ná með henni mynd, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari sem spurði hana um leyfi til að birta af þeim mynd á samfélagsmiðlum. Lesa má viðtalið í heild sinni hér.
Loftslagsmál Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39
Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01
Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30