Tvöfaldur sigur Jakobs í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 13:30 Jakob Svavar Sigurðsson með verðlaunin sín. mynd/meistaradeild.is Annað árið í röð stóð Jakob Svavar Sigurðsson uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en hann vann öruggan sigur. Lið hans, Hjarðartún, vann liðakeppnina. Keppnistímabilið dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en því lauk í gærkvöld á mótssvæði Sleipnis á Selfossi, með keppni í tölti og 100 m flugskeiði. Jakob var með nokkuð örugga forystu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og er því Meistarinn 2020. Hann hlaut 48,5 stig en næstur kom Viðar Ingólfsson með 35 stig og í 3. sæti varð Konráð Valur Sveinsson með 28 stig sem hann safnaði reyndar einungis í skeiðgreinum. Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Jakob var auk þess í liði Hjarðartúns sem sigraði liðakeppni Meistaradeildarinnar. Hjarðartún safnaði 377 stig og var með forystuna allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangi (deildi honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangi og 150 m skeiði. Hjarðartún vann liðakeppnina.mynd/meistaradeild.is Auk Jakobs voru í liðinu þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragnarsson. Í 2. sæti varð lið Hrímnis/Export með 317,5 stig og í 3. sæti Hestvit/Árbakki með 311,5 stig. Heildarniðurstöður úr einstaklings- og liðakeppninni. Sigursteinn og Viðar unnu lokagreinarnar Sigursteinn Sumarliðason vann flugskeiðið í gær á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100 metrana á 7,37 sekúndum, 7/100 úr sekúndu hraðar en Jóhann Magnússon á Fröken frá Bessastöðum. Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings, en hún lenti í slysi þegar hún féll af hestbaki í byrjun maí. Viðar náði að saxa á Jakob í heildarkeppninni með því að vinna töltið af öryggi, á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Fengu þeir 8,83 í einkunn. Næstur kom Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal en þeir fengu 8,5 í einkunn. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Annað árið í röð stóð Jakob Svavar Sigurðsson uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum en hann vann öruggan sigur. Lið hans, Hjarðartún, vann liðakeppnina. Keppnistímabilið dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins en því lauk í gærkvöld á mótssvæði Sleipnis á Selfossi, með keppni í tölti og 100 m flugskeiði. Jakob var með nokkuð örugga forystu fyrir lokakvöldið, náði að halda henni og er því Meistarinn 2020. Hann hlaut 48,5 stig en næstur kom Viðar Ingólfsson með 35 stig og í 3. sæti varð Konráð Valur Sveinsson með 28 stig sem hann safnaði reyndar einungis í skeiðgreinum. Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Jakob var auk þess í liði Hjarðartúns sem sigraði liðakeppni Meistaradeildarinnar. Hjarðartún safnaði 377 stig og var með forystuna allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangi (deildi honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangi og 150 m skeiði. Hjarðartún vann liðakeppnina.mynd/meistaradeild.is Auk Jakobs voru í liðinu þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson og Þórarinn Ragnarsson. Í 2. sæti varð lið Hrímnis/Export með 317,5 stig og í 3. sæti Hestvit/Árbakki með 311,5 stig. Heildarniðurstöður úr einstaklings- og liðakeppninni. Sigursteinn og Viðar unnu lokagreinarnar Sigursteinn Sumarliðason vann flugskeiðið í gær á Krókusi frá Dalbæ en þeir fóru 100 metrana á 7,37 sekúndum, 7/100 úr sekúndu hraðar en Jóhann Magnússon á Fröken frá Bessastöðum. Allir knapar klæddust bleikum bol til stuðnings Eddu Rúnar Ragnarsdóttur en stofnaður hefur verið styrktarsjóður henni og fjölskyldu hennar til stuðnings, en hún lenti í slysi þegar hún féll af hestbaki í byrjun maí. Viðar náði að saxa á Jakob í heildarkeppninni með því að vinna töltið af öryggi, á Maístjörnu frá Árbæjarhjáleigu II. Fengu þeir 8,83 í einkunn. Næstur kom Siguroddur Pétursson á Stegg frá Hrísdal en þeir fengu 8,5 í einkunn.
Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira