Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2020 18:45 Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Fjarskipti Tækni Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar
Fjarskipti Tækni Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira