Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2020 18:45 Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Fjarskipti Tækni Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. Þeir gagnrýna að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að málinu og óttast að 5G kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar þjóðarinnar, þrátt fyrir að vísindafólk haldi öðru fram. Í lok aprílmánaðar úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun svokölluðum tíðniheimildum svo að veita megi 5G-þjónustu á Íslandi. Úthlutunin var til þriggja fjarskiptafyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet; Símans, Nova og Sýnar. Hópur Íslendinga hefur kært þessa úthlutun og er aðalkrafa hans að úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála felli hana úr gildi. Til vara er þess krafist að úthlutuninni verði frestað meðan kannað er hvort hún þurfi að sæta umhverfismati þar sem hópurinn telur „þráðlausa tækni fjalla um umhverfismál vegna þeirrar víðtæku líffræðilegu áhrifa sem sem þessi geislun hefur á umhverfi og líf fólks.“ Finnur fyrir óþægindum vegna geislunar Andrína Guðrún Jónsdóttir er ein kærenda og segir hópinn hafa ráðist í kæruferlið til að spyrna við fótum. „Við erum meðvituð um að þetta er mengun, skaðar heilsu fólks og það hefur ekki verið tekið tillit til heilsufarslegra þátta. Okkur þykir mikilvægt að þetta fari í eðlilegt ferli,“ segir Andrína. Í því samhengi megi nefna að hópnum þykir gagnrýnivert að Alþingi hafi ekki haft aðkomu að úthlutun tíðniheimildanna, engin umræða hafi átt sér stað um þessa þróun hérlendis auk þess að úthlutunin sætti ekki umhverfismati sem fyrr segir. Andrína segist hafa fundið fyrir óþægindum vegna rafbylgja á eigin skinni. „Ég fékk rafóþol fyrir 11 árum þegar ég vann við skóla þar sem var sett upp mastur. Stuttu seinna fékk ég alls konar einkenni sem að endanum urðu til þess að ég varð að hætta að vinna á þessum stað,“ segir Andrína. „Ég lenti í miklum hremmingum með heilsu mína og hef lært að það skiptir máli að ég sé þar sem er lítil rafmengun.“ Vísindamenn áhyggjulausir Alþjóðastofnanir og vísindamenn hafa reynt að slá á áhyggjur af áhrifum 5G á heilsu fólks. Lektor í geislafræði við Háskóla Íslands segir þannig að nær enginn munur sé á líffræðilegum áhrifum 5G og eldri tækni og Alþjóðaheilbirgðisstofnunin býst ekki við að 5G ógni lýðheilsu. Geislavarnir Ríkisins segja að ekki hafi verið sýnt fram á að fyrir hendi séu skaðleg áhrif rafsegulsviða þegar styrkur þeirra er undir viðmiðunarmörkum Alþjóðageislavarnarráðsins, sem gilda hér á landi. Evrópusambandið tekur í sama streng, eins og reifað er í kynningarmyndbandi ESB hér að neðan: Hvers vegna efast hópurinn um þessar niðurstöður? „Í fyrsta lagi finnum við það á eigin skinni. Við höfum fundið það á eigin heilsu að það skiptir máli að við séum ekki í mikilli geislun,“ segir Andrína. „Svo höfum við líka kynnt okkur alls konar rannsóknarniðurstöður sem að benda til annars. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til þess líka að vísindamenn eru ekki sammála.“ Andrína telur því mikilvægt að tekin verði umræða um „alla þætti þessa máls,“ áður en frekari þróun verður í þessa átt. „Því að þetta snertir alla, ekki bara mig.“ Sýn rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar
Fjarskipti Tækni Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði