Ótrúlegur Jón Dagur fékk 10 í einkunn | „Besti leikurinn á ferlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 07:30 Jón Dagur átti leik lífs síns í gær. Vísir/Århus Stiftstidende Ótrúleg frammistaða íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar skilaði honum 10 í einkunn hjá danska vefmiðlinum Århus Stiftstidende í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í ótrúlegum 4-3 útisigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Dagur upp sigurmark AGF þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Jón Dagur fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum enda ekki oft sem menn skora þrennu og hvað þá þegar þeir spila ekki sem framherjar. Lék Jón Dagur á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AGF. Á meðan Jón Dagur fékk 10 í einkunn þá voru samherjar hans með á bilinu fjóra til sjö. Jón Dagur var því ekki aðeins besti leikmaður AGF á vellinum í gær, hann var langbesti maðurinn á vellinum. „Það er óhætt að segja að þetta sé minn besti leikur á ferlinum. Annars hefði ég átt að skora fjögur mörk í leiknum, hélt eitt augnablik að ég hefði skorað úr aukaspyrnu,“ sagði Jón Dagur við Århus Stiftstidende eftir leik. „Sigurinn skiptir okkur miklu máli og við sýndum hvað í okkur býr. Við erum með frábæran hóp og sýndum að við gætum unnið alla,“ sagði hann einnig. Mikael Anderson, samherji Jóns í íslenska U21 árs landsliðinu, var fjarri góðu gamni í leiknum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Jón Dagur lék með enska liðinu Fulham áður en hann flutti sig um set til Danmörkur. Hann hefur verið fyrirliði U-21 árs lið Íslands undanfarin ár og á alls 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt þremur A-landsleikjum. Þeir verða eflaust fleiri þegar fram líða stundir. AGF er í góðum málum er varðar möguleika á Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Þó töluvert á eftir FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti með 61 stig en nokkuð á undan liðunum í fjórða og fimmta sæti. Það eru Nordsjælland og Bröndby, bæði með 45 stig. Midtjylland trónir svo á toppi deildarinnar með 69 stig. Það má til gamans geta að það eru Íslendingar á mála hjá fjórum efstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en ásamt þeim Jón Degi og Mikael eru varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson í FC Kaupmannahöfn og Hjörtur Hermannsson í Bröndby. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Ótrúleg frammistaða íslenska landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar skilaði honum 10 í einkunn hjá danska vefmiðlinum Århus Stiftstidende í gær. Jón Dagur skoraði þrennu í ótrúlegum 4-3 útisigri AGF á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Dagur upp sigurmark AGF þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Godmorgen #aarhus. Så' der højdepunkter klar - og mangler du sukker til morgenkaffen, så får her du lige Grønbæks aflevering til Jon ved vores sejrsmål i #fcmagf to gange Alle mål på AGF TV #ksdh https://t.co/venv3QCxzl pic.twitter.com/0ZYVdPOCMp— AGF (@AGFFodbold) June 22, 2020 Jón Dagur fékk eðlilega mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum enda ekki oft sem menn skora þrennu og hvað þá þegar þeir spila ekki sem framherjar. Lék Jón Dagur á hægri vængnum í 4-3-3 leikkerfi AGF. Á meðan Jón Dagur fékk 10 í einkunn þá voru samherjar hans með á bilinu fjóra til sjö. Jón Dagur var því ekki aðeins besti leikmaður AGF á vellinum í gær, hann var langbesti maðurinn á vellinum. „Það er óhætt að segja að þetta sé minn besti leikur á ferlinum. Annars hefði ég átt að skora fjögur mörk í leiknum, hélt eitt augnablik að ég hefði skorað úr aukaspyrnu,“ sagði Jón Dagur við Århus Stiftstidende eftir leik. „Sigurinn skiptir okkur miklu máli og við sýndum hvað í okkur býr. Við erum með frábæran hóp og sýndum að við gætum unnið alla,“ sagði hann einnig. Mikael Anderson, samherji Jóns í íslenska U21 árs landsliðinu, var fjarri góðu gamni í leiknum en hann hefur spilað stórt hlutverk í liði Midtjylland á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Jón Dagur lék með enska liðinu Fulham áður en hann flutti sig um set til Danmörkur. Hann hefur verið fyrirliði U-21 árs lið Íslands undanfarin ár og á alls 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt þremur A-landsleikjum. Þeir verða eflaust fleiri þegar fram líða stundir. AGF er í góðum málum er varðar möguleika á Evrópusæti en liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig. Þó töluvert á eftir FC Kaupmannahöfn sem situr í öðru sæti með 61 stig en nokkuð á undan liðunum í fjórða og fimmta sæti. Það eru Nordsjælland og Bröndby, bæði með 45 stig. Midtjylland trónir svo á toppi deildarinnar með 69 stig. Það má til gamans geta að það eru Íslendingar á mála hjá fjórum efstu liðum dönsku úrvalsdeildarinnar en ásamt þeim Jón Degi og Mikael eru varnarmennirnir Ragnar Sigurðsson í FC Kaupmannahöfn og Hjörtur Hermannsson í Bröndby.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12 Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Stórkostleg frammistaða Jóns Dags í sigri á toppliðinu Jón Dagur Þorsteinsson var algjörlega allt í öllu í seinni stórleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar hann og félagar hans í AGF heimsóttu topplið Midtjylland. 21. júní 2020 20:12
Mikael Anderson hluti af Midtjylland-liði sem setti met í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson lék allan leikinn er Midtjylland setti met í dönsku úrvalsdeildinni. 15. júní 2020 11:00