Þingmaður Miðflokksins studdi ekki Jón Þór til formennsku og Sjálfstæðismenn mættu ekki á fundinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2020 11:42 Jón Þór Ólafsson tók við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Vísir/Hanna Andrésdóttir Starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi en eldhúsdagsumræður fara þó fram á morgun. Nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var kjörinn í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í síðustu viku. Jón Þór Ólafsson flokksbróðir hennar var formlega skipaður formaður í hennar stað á fundi nefndarinnar í morgun með atkvæðum þriggja nefndarmanna minnihluta. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins greiddi einn nefndarmanna atkvæði gegn tillögu um skipun Jóns Þórs sem formanns nefndarinnar en þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna sátu hjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sæti eiga í nefndinni, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason, mættu ekki á fundinn. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, lagði fram bókun á fundinum sem þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þórunn Egilsdóttir tóku undir. „Við upphaf þessa kjörtímabils var gengið frá heildarsamkomulagi milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna um skiptingu embætta í nefndum þingsins í samræmi við ákvæði þingskapa. Í því fólst meðal annars að tiltekin formannsembætti kæmu í hlut stjórnarandstöðunnar og skiptust þau svo milli flokkanna innbyrðis samkvæmt þeirra samkomulagi. Í ljósi heildarsamkomulagsins lít ég þannig á það sé ekki mitt hlutverk að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan hagar þessari skiptingu eða hvaða þingmenn eru tilnefndir af hálfu einstakra flokka," segir í bókuninni. Telja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sjálfsagða Nokkur spenna hefur ríkt innan nefndarinnar að undanförnu, einkum vegna ólíkra sjónarmiða meiri- og minnihluta vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Meirihluti nefndarinnar lagði til að málinu yrði hætt í ljósi þess að skoðun nefndarinnar hefði leitt í ljós að ekkert væri við störf Kristjáns Þórs að athuga í ljósi stöðu hans gangvart Samherja. Hann hefði engra hagsmuna að gæta, að því er fram kom í bókun meiri hlutans. Framganga meirihluta nefndarinnar í því máli var að sögn Þórhildar Sunnu dropinn sem fyllti mælinn sem leiddi til afsagnar hennar úr formennsku. Um helgina sendi meirihluti nefndarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Þórhildar Sunnu er mótmælt. Við því brugðust þingmennirnir Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Ingi Jónsson í bókun sem þeir lögðu fram á fundi nefndarinnar í morgun. „Yfirlýsing meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 20. júní sl. leiðir í sjálfu sér ekki annað í ljós en að frá upphafi hefur ríkt mikil tregða við það innan nefndarinnar að tekið sé til skoðunar hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar kemur að málefnum Samherja,“ segir meðal annars í bókuninni sem Guðmundur Andri birti í heild sinni á Facebook í morgun. „Andstætt því sem þráfaldlega hefur komið fram í máli nokkurra nefndarmanna teljum við að tengsl ráðherrans við Samherja séu svo sterk að sjálfsagt hafi verið að nefndin tæki hæfi hans til sjálfstæðrar skoðunar,“ segir ennfremur í bókuninni. Sent var erindi til forseta Alþingis og kallað eftir svörum hans við því hvernig væri réttast að ljúka frumkvæðisathugunum almennt. Í bókun Guðmundar Andra og Andrésar Inga segir að svo virðist sem meirihluta nefndarinnar hafi legið svo á að loka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs að hann treysti sér ekki til að birta niðurstöður forseta um hvernig beri að ljúka slíkum málum. „Forseti nefnir sjö leiðir, þar á meðal þá sem meirihlutinn valdi í þessu máli. Þær málalyktir sýna að meirihluti nefndarinnar telur ekki að tengsl sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Samherja þurfi sérstakrar skoðunar við. Við erum ósammála því mati,“ segir í bókuninni. „Hitt er umhugsunarvert að út frá túlkun forseta virðist meirihluti nefndarinnar hverju sinni hafa möguleika á því að kæfa frumkvæðisathuganir á verklagi eða hæfi ráðherra sama daginn og minnihlutinn fer fram á þær, en slík málalok grafa undan þeirri vernd sem minnihluti nefndarinnar þarf að njóta til að sýna framkvæmdavaldinu nauðsynlegt aðhald hverju sinni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis hefur verið tekin úr sambandi en eldhúsdagsumræður fara þó fram á morgun. Nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var kjörinn í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði af sér formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í síðustu viku. Jón Þór Ólafsson flokksbróðir hennar var formlega skipaður formaður í hennar stað á fundi nefndarinnar í morgun með atkvæðum þriggja nefndarmanna minnihluta. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins greiddi einn nefndarmanna atkvæði gegn tillögu um skipun Jóns Þórs sem formanns nefndarinnar en þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna sátu hjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sæti eiga í nefndinni, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason, mættu ekki á fundinn. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, lagði fram bókun á fundinum sem þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé og Þórunn Egilsdóttir tóku undir. „Við upphaf þessa kjörtímabils var gengið frá heildarsamkomulagi milli ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna um skiptingu embætta í nefndum þingsins í samræmi við ákvæði þingskapa. Í því fólst meðal annars að tiltekin formannsembætti kæmu í hlut stjórnarandstöðunnar og skiptust þau svo milli flokkanna innbyrðis samkvæmt þeirra samkomulagi. Í ljósi heildarsamkomulagsins lít ég þannig á það sé ekki mitt hlutverk að taka afstöðu til þess hvernig stjórnarandstaðan hagar þessari skiptingu eða hvaða þingmenn eru tilnefndir af hálfu einstakra flokka," segir í bókuninni. Telja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sjálfsagða Nokkur spenna hefur ríkt innan nefndarinnar að undanförnu, einkum vegna ólíkra sjónarmiða meiri- og minnihluta vegna frumkvæðisathugunar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Meirihluti nefndarinnar lagði til að málinu yrði hætt í ljósi þess að skoðun nefndarinnar hefði leitt í ljós að ekkert væri við störf Kristjáns Þórs að athuga í ljósi stöðu hans gangvart Samherja. Hann hefði engra hagsmuna að gæta, að því er fram kom í bókun meiri hlutans. Framganga meirihluta nefndarinnar í því máli var að sögn Þórhildar Sunnu dropinn sem fyllti mælinn sem leiddi til afsagnar hennar úr formennsku. Um helgina sendi meirihluti nefndarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Þórhildar Sunnu er mótmælt. Við því brugðust þingmennirnir Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Ingi Jónsson í bókun sem þeir lögðu fram á fundi nefndarinnar í morgun. „Yfirlýsing meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 20. júní sl. leiðir í sjálfu sér ekki annað í ljós en að frá upphafi hefur ríkt mikil tregða við það innan nefndarinnar að tekið sé til skoðunar hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar kemur að málefnum Samherja,“ segir meðal annars í bókuninni sem Guðmundur Andri birti í heild sinni á Facebook í morgun. „Andstætt því sem þráfaldlega hefur komið fram í máli nokkurra nefndarmanna teljum við að tengsl ráðherrans við Samherja séu svo sterk að sjálfsagt hafi verið að nefndin tæki hæfi hans til sjálfstæðrar skoðunar,“ segir ennfremur í bókuninni. Sent var erindi til forseta Alþingis og kallað eftir svörum hans við því hvernig væri réttast að ljúka frumkvæðisathugunum almennt. Í bókun Guðmundar Andra og Andrésar Inga segir að svo virðist sem meirihluta nefndarinnar hafi legið svo á að loka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs að hann treysti sér ekki til að birta niðurstöður forseta um hvernig beri að ljúka slíkum málum. „Forseti nefnir sjö leiðir, þar á meðal þá sem meirihlutinn valdi í þessu máli. Þær málalyktir sýna að meirihluti nefndarinnar telur ekki að tengsl sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Samherja þurfi sérstakrar skoðunar við. Við erum ósammála því mati,“ segir í bókuninni. „Hitt er umhugsunarvert að út frá túlkun forseta virðist meirihluti nefndarinnar hverju sinni hafa möguleika á því að kæfa frumkvæðisathuganir á verklagi eða hæfi ráðherra sama daginn og minnihlutinn fer fram á þær, en slík málalok grafa undan þeirri vernd sem minnihluti nefndarinnar þarf að njóta til að sýna framkvæmdavaldinu nauðsynlegt aðhald hverju sinni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira