Vučić herðir tökin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2020 19:00 Forsetinn ávarpaði flokksmenn í nótt og var, eins og gefur að skilja, frekar sáttur. EPA/Andrej Cucic Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Framfaraflokkur Aleksandars Vučić forseta, fékk 63 prósent atkvæða og því 189 þingsæti af 250. Samstarfsflokkarnir og aðrir flokkar íhaldsmanna hirtu restina. Kjörsókn var tæp 48 prósent og hefur aldrei verið minni. Stjórnarandstöðuflokkarnir sniðgengu kosningarnar vegna áhyggja af kórónuveirufaraldrinum og vegna þess að þeim þótti meintir einræðistilburðir Vucic-stjórnarinnar útiloka að kosningarnar yrðu sanngjarnar. „Í dag höfnuðu Serbar ógnarstjórn Aleksandars Vučić og þeirri vitleysu sem við höfum þurft að horfa upp á undanfarin ár. Sniðgangan gekk upp og afhjúpaði þessa ógnarstjórn. Nú sjá allir hvað er í gangi í Serbíu,“ sagði Dragan Ðilas, leiðtogi Frelsis- og réttlætisflokksins, sem bauð ekki fram. Niðurstöðurnar þýða að Vučić, sem var áður upplýsingamálaráðherra harðstjórans Slobodans Milosevic, og Framfaraflokkurinn hafa nú öll völd í landinu. Forsetinn var því ansi kátur í nótt: „Við höfum unnið alls staðar, jafnvel þar sem við töpuðum áður. Við unnum í útlöndum, þar sem við höfum aldrei áður unnið.“ Í skýrslu bandarísku hugveitunnar Freedom House frá því í maí var fjallað um þróun lýðræðis í Evrópu. Þar komust skýrsluhöfundar að þeirri niðurstöðu að Serbía væri ekki lengur lýðræðisríki, heldur á milli einræðis og lýðræðis. Serbía Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Framfaraflokkur Aleksandars Vučić forseta, fékk 63 prósent atkvæða og því 189 þingsæti af 250. Samstarfsflokkarnir og aðrir flokkar íhaldsmanna hirtu restina. Kjörsókn var tæp 48 prósent og hefur aldrei verið minni. Stjórnarandstöðuflokkarnir sniðgengu kosningarnar vegna áhyggja af kórónuveirufaraldrinum og vegna þess að þeim þótti meintir einræðistilburðir Vucic-stjórnarinnar útiloka að kosningarnar yrðu sanngjarnar. „Í dag höfnuðu Serbar ógnarstjórn Aleksandars Vučić og þeirri vitleysu sem við höfum þurft að horfa upp á undanfarin ár. Sniðgangan gekk upp og afhjúpaði þessa ógnarstjórn. Nú sjá allir hvað er í gangi í Serbíu,“ sagði Dragan Ðilas, leiðtogi Frelsis- og réttlætisflokksins, sem bauð ekki fram. Niðurstöðurnar þýða að Vučić, sem var áður upplýsingamálaráðherra harðstjórans Slobodans Milosevic, og Framfaraflokkurinn hafa nú öll völd í landinu. Forsetinn var því ansi kátur í nótt: „Við höfum unnið alls staðar, jafnvel þar sem við töpuðum áður. Við unnum í útlöndum, þar sem við höfum aldrei áður unnið.“ Í skýrslu bandarísku hugveitunnar Freedom House frá því í maí var fjallað um þróun lýðræðis í Evrópu. Þar komust skýrsluhöfundar að þeirri niðurstöðu að Serbía væri ekki lengur lýðræðisríki, heldur á milli einræðis og lýðræðis.
Serbía Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira