Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 21:00 Hlín Eiríksdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir fagna eftir mark Hlínar gegn Þór/KA í dag. VÍSIR/VILHELM Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í vandræðum með að verða fyrsta liðið til að vinna Þór/KA á þessu tímabili í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu í glæsilegum 6-0 sigri. Hlín kom Val yfir úr fyrsta skoti leiksins, eftir tíu mínútna leik, og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi af sinni hálfu. Valskonur virkuðu sterkari eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en Þór/KA fékk hins vegar dauðafæri til að jafna metin eftir frábæra stungusendingu Margrétar Árnadóttur inn á hina öskufljótu Maríu Ólafsdóttur. María var sloppin ein gegn Söndru Sigurðardóttur en skaut of fljótt og Sandra varði. Valskonur sóttu hins vegar meira og eftir hálftíma leik skoraði Hlín aftur, og aftur nánast upp á sitt einsdæmi eftir að hafa leikið á vörn gestanna. Fanndís Friðriksdóttir átti hörkuskalla af stuttu færi og Ída Marín Hermannsdóttir komst í tvö mjög góð færi fyrir Valskonur en staðan var þó 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo tiltölulega nýhafinn þegar Elín Metta Jensen nældi í vítaspyrnu og skoraði úr henni, og þar með virtist björninn unninn. Gestirnir gáfust þó ekki upp og hefðu hugsanlega átt að fá vítaspyrnu þegar Margrét féll innan teigs en ekkert var dæmt, og þess í stað fullkomnaði Hlín þrennuna með góðu skoti utan teigs og kom Val í 4-0. Þjálfararnir nýttu skiptingarnar sínar og leyfðu hvor um sig fimm varamönnum að koma inn á, og leikurinn fjaraði smám saman út en Valskonur áttu meira eftir á tanknum. Elín Metta bætti við sínu öðru marki og fimmta marki Vals þegar hún skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum. Elín Metta komst nálægt því að skora þrennu í leiknum en það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði sjötta og síðasta markið, með glæsilegu skoti utan teigs í uppbótartíma. Af hverju vann Valur? Eftir að hafa þurft að hlusta á einhverjar efasemdaraddir eftir eins marks sigur á nýliðum Þróttar í síðasta leik settu Valskonur bara upp sýningu í kvöld. Þær fengu vissulega óskabyrjun með því að skora snemma, en sköpuðu sér urmul færa eftir það og hleyptu gestunum aðeins í eitt dauðafæri. Annars var mikið öryggi í öllu Valsliðinu í kvöld og einstaklingsgæði Hlínar og Elínar Mettu fengu að njóta sín. Hverjar stóðu upp úr? Hlín skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum án nokkurrar aðstoðar og vísaði veginn fyrir Val. Gestirnir skiptu um vinstri bakvörð í hálfleik og hefðu kannski bara átt að hafa tvo slíka í leiknum, gegn Hlín sem getur alltaf tekið andstæðinginn á eða skotið utan teigs. Elín Metta var ekki síðri í seinni hálfleiknum og hefði hæglega getað skorað þrennu sömuleiðis. Þegar hún tók sig til og vildi ná skoti var eins og að ekki væri hægt að ná af henni boltanum. Þær stálu senunni í góðu liði Vals í kvöld. Hvað gekk illa? Það þarf allt að ganga upp hjá Þór/KA til að liðið geti veitt Val keppni eins og liðin eru skipuð núna. Ungir leikmenn Akureyrarliðsins hafa byrjað mótið vel en áttu ekki roð við landsliðskonunum og öðrum góðum leikmönnum Vals. Þór/KA bauð upp á skemmtilegan leik, og fékk sín færi, en hefði kannski þurft að breyta út af sinni aðferðafræði, verjast með allt liðið aftar og freista þess að krækja í stig. Hvað gerist næst? Valskonur sækja næst ÍBV heim til Eyja á þriðjudaginn í næstu viku en Þór/KA fær þá Reykjavíkurmeistara Fylkis í heimsókn. Hlín Eiríksdóttir skoraði með þessu skoti og kom Val í 2-0.VÍSIR/VILHELM Hlín: Erfitt að stoppa okkur þegar við náum góðum takti „Ég er bara ánægð með frammistöðuna hjá mér og öllum í liðinu í dag,“ sagði Hlín við Vísi eftir leik. „Þetta var ekkert auðvelt. Mér fannst við bara ná ótrúlega góðum takti. Þegar við komumst á lagið þá er alveg erfitt að stoppa okkur. Við náðum góðum takti, skoruðum snemma og þá gekk þetta vel,“ sagði Hlín, ánægð með hvernig liðið lék í dag eftir að mörgum þótti það eiga mikið inni í síðasta leik, gegn Þrótti: „Við vorum ekkert að efast um okkur sjálfar. Mér fannst bara hörkufínt að vinna 2-1 á móti Þrótti. Svo náum við svona stórum sigri í dag sem er líka skemmtilegt,“ segir Hlín sem byrjar tímabilið af krafti og nýtur þess að vera farin að spila fótbolta eftir hið undarlega vor: „Ég er bara mjög spennt. Maður finnur meiri spennu en nokkru sinni fyrr eftir þetta langa og leiðinlega undirbúningstímabil.“ Arna Sif: Vorum of hræddar við þær „Þetta var bara lélegt af okkar hálfu, á öllum stöðum,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA. „Mér fannst við bara ekki nógu hugrakkar, að þora að gera það sem við viljum gera og erum búnar að vera að gera. Við vorum aðeins of hræddar við þær, sýndum þeim kannski fullmikla virðingu og þorðum ekki að klukka þær. Við vorum bara slakar í dag,“ sagði Arna. „Þær eru með ógeðslega gott lið, nánast landsliðskonu í hverri stöðu, svo við vissum að þetta yrði erfitt en mér finnst við samt eiga að geta gefið þeim betri leik. Alla vega þá með hörkunni og því að sparka þær aðeins niður. En við vorum einhvern veginn undir á öllum sviðum,“ sagði Arna. Lið Þórs/KA tók miklum breytingum í vetur og nú fá ungir leikmenn, sigursælir með 2. flokki félagsins, mikla eldskírn. Arna Sif Ásgrímsdóttir og stöllur í Þór/KA höfðu í nógu að snúast í dag. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrjú mörk í leiknum og Elín Metta Jensen tvö.VÍSIR/VILHELM „Þetta kannski skrifast á smá reynsluleysi. Þetta varð erfitt í kvöld og þá kannski misstum við höfuðið aðeins niður í bringu. Þá eflast þær. En við erum með 16-17 ára stelpur að takast á við landsliðsbakvörðinn og landsliðsframherjann, og þetta er bara geggjað fyrir þær. Við vitum að þetta getur orðið erfitt, en við erum samt tilbúnar í slaginn. Ég vil samt sjá okkur gefa þessum toppliðum betri leik, alla vega með hörkunni,“ sagði Arna. Andri Hjörvar: Við og dómararnir sýndum þeim of mikla virðingu „Hérna mættum við afskaplega góðu liði,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA. „Við vissum alveg að við þyrftum að mæta með kassann úti og höfuðið hátt, okkur leið þannig fyrir leikinn, en svo klikkaði það heldur betur. Mér fannst við sýna Valsliðinu allt of mikla virðingu, en reyndar voru fleiri sem sýndu því of mikla virðingu og það fór aðeins með okkur. Brekkan var ansi brött frá byrjun, við náðum ekki að klífa hana og hún varð bara brattari og brattari,“ sagði Andri. Hann vildi sem sagt meina að dómarar leiksins hefðu sýnt Valsliðinu of mikla virðingu, sérstaklega þegar brotið virtist á Margréti Árnadóttur í stöðunni 3-0. „Þetta var klárlega víti, og svo fá þær líka að sparka boltanum í burtu þegar dæmd er aukaspyrna án þess að nokkuð sé gert. Það sýnir mér bara að þær fái virðingu. Mér er alveg sama þó að þær séu að vinna 10-0 eða hvað, ef þær fá að sparka boltanum svona í burtu þegar við getum byrjað fljóta sókn þá sýnir það bara að dómaranum er slétt sama um allt. Ég var ekki sáttur með nokkur atriði hjá honum, en honum verður ekki kennt um mörkin,“ sagði Andri. Hann tók undir að leikurinn hefði farið mun verr en hann grunaði: „Já, töluvert. Við vorum með ákveðin plön um að loka á sóknarleik Valsliðsins en það klikkaði allt of oft. Það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir og laga fyrir næsta leik, sérstaklega fyrir næsta leik við Val. Þá ætlum við að gera betur.“ Viðtal við Eið Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfara Vals, má sjá hér. Pepsi Max-deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22
Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í vandræðum með að verða fyrsta liðið til að vinna Þór/KA á þessu tímabili í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu í glæsilegum 6-0 sigri. Hlín kom Val yfir úr fyrsta skoti leiksins, eftir tíu mínútna leik, og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi af sinni hálfu. Valskonur virkuðu sterkari eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en Þór/KA fékk hins vegar dauðafæri til að jafna metin eftir frábæra stungusendingu Margrétar Árnadóttur inn á hina öskufljótu Maríu Ólafsdóttur. María var sloppin ein gegn Söndru Sigurðardóttur en skaut of fljótt og Sandra varði. Valskonur sóttu hins vegar meira og eftir hálftíma leik skoraði Hlín aftur, og aftur nánast upp á sitt einsdæmi eftir að hafa leikið á vörn gestanna. Fanndís Friðriksdóttir átti hörkuskalla af stuttu færi og Ída Marín Hermannsdóttir komst í tvö mjög góð færi fyrir Valskonur en staðan var þó 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo tiltölulega nýhafinn þegar Elín Metta Jensen nældi í vítaspyrnu og skoraði úr henni, og þar með virtist björninn unninn. Gestirnir gáfust þó ekki upp og hefðu hugsanlega átt að fá vítaspyrnu þegar Margrét féll innan teigs en ekkert var dæmt, og þess í stað fullkomnaði Hlín þrennuna með góðu skoti utan teigs og kom Val í 4-0. Þjálfararnir nýttu skiptingarnar sínar og leyfðu hvor um sig fimm varamönnum að koma inn á, og leikurinn fjaraði smám saman út en Valskonur áttu meira eftir á tanknum. Elín Metta bætti við sínu öðru marki og fimmta marki Vals þegar hún skoraði með góðu skoti hægra megin í teignum. Elín Metta komst nálægt því að skora þrennu í leiknum en það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði sjötta og síðasta markið, með glæsilegu skoti utan teigs í uppbótartíma. Af hverju vann Valur? Eftir að hafa þurft að hlusta á einhverjar efasemdaraddir eftir eins marks sigur á nýliðum Þróttar í síðasta leik settu Valskonur bara upp sýningu í kvöld. Þær fengu vissulega óskabyrjun með því að skora snemma, en sköpuðu sér urmul færa eftir það og hleyptu gestunum aðeins í eitt dauðafæri. Annars var mikið öryggi í öllu Valsliðinu í kvöld og einstaklingsgæði Hlínar og Elínar Mettu fengu að njóta sín. Hverjar stóðu upp úr? Hlín skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum án nokkurrar aðstoðar og vísaði veginn fyrir Val. Gestirnir skiptu um vinstri bakvörð í hálfleik og hefðu kannski bara átt að hafa tvo slíka í leiknum, gegn Hlín sem getur alltaf tekið andstæðinginn á eða skotið utan teigs. Elín Metta var ekki síðri í seinni hálfleiknum og hefði hæglega getað skorað þrennu sömuleiðis. Þegar hún tók sig til og vildi ná skoti var eins og að ekki væri hægt að ná af henni boltanum. Þær stálu senunni í góðu liði Vals í kvöld. Hvað gekk illa? Það þarf allt að ganga upp hjá Þór/KA til að liðið geti veitt Val keppni eins og liðin eru skipuð núna. Ungir leikmenn Akureyrarliðsins hafa byrjað mótið vel en áttu ekki roð við landsliðskonunum og öðrum góðum leikmönnum Vals. Þór/KA bauð upp á skemmtilegan leik, og fékk sín færi, en hefði kannski þurft að breyta út af sinni aðferðafræði, verjast með allt liðið aftar og freista þess að krækja í stig. Hvað gerist næst? Valskonur sækja næst ÍBV heim til Eyja á þriðjudaginn í næstu viku en Þór/KA fær þá Reykjavíkurmeistara Fylkis í heimsókn. Hlín Eiríksdóttir skoraði með þessu skoti og kom Val í 2-0.VÍSIR/VILHELM Hlín: Erfitt að stoppa okkur þegar við náum góðum takti „Ég er bara ánægð með frammistöðuna hjá mér og öllum í liðinu í dag,“ sagði Hlín við Vísi eftir leik. „Þetta var ekkert auðvelt. Mér fannst við bara ná ótrúlega góðum takti. Þegar við komumst á lagið þá er alveg erfitt að stoppa okkur. Við náðum góðum takti, skoruðum snemma og þá gekk þetta vel,“ sagði Hlín, ánægð með hvernig liðið lék í dag eftir að mörgum þótti það eiga mikið inni í síðasta leik, gegn Þrótti: „Við vorum ekkert að efast um okkur sjálfar. Mér fannst bara hörkufínt að vinna 2-1 á móti Þrótti. Svo náum við svona stórum sigri í dag sem er líka skemmtilegt,“ segir Hlín sem byrjar tímabilið af krafti og nýtur þess að vera farin að spila fótbolta eftir hið undarlega vor: „Ég er bara mjög spennt. Maður finnur meiri spennu en nokkru sinni fyrr eftir þetta langa og leiðinlega undirbúningstímabil.“ Arna Sif: Vorum of hræddar við þær „Þetta var bara lélegt af okkar hálfu, á öllum stöðum,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA. „Mér fannst við bara ekki nógu hugrakkar, að þora að gera það sem við viljum gera og erum búnar að vera að gera. Við vorum aðeins of hræddar við þær, sýndum þeim kannski fullmikla virðingu og þorðum ekki að klukka þær. Við vorum bara slakar í dag,“ sagði Arna. „Þær eru með ógeðslega gott lið, nánast landsliðskonu í hverri stöðu, svo við vissum að þetta yrði erfitt en mér finnst við samt eiga að geta gefið þeim betri leik. Alla vega þá með hörkunni og því að sparka þær aðeins niður. En við vorum einhvern veginn undir á öllum sviðum,“ sagði Arna. Lið Þórs/KA tók miklum breytingum í vetur og nú fá ungir leikmenn, sigursælir með 2. flokki félagsins, mikla eldskírn. Arna Sif Ásgrímsdóttir og stöllur í Þór/KA höfðu í nógu að snúast í dag. Hlín Eiríksdóttir skoraði þrjú mörk í leiknum og Elín Metta Jensen tvö.VÍSIR/VILHELM „Þetta kannski skrifast á smá reynsluleysi. Þetta varð erfitt í kvöld og þá kannski misstum við höfuðið aðeins niður í bringu. Þá eflast þær. En við erum með 16-17 ára stelpur að takast á við landsliðsbakvörðinn og landsliðsframherjann, og þetta er bara geggjað fyrir þær. Við vitum að þetta getur orðið erfitt, en við erum samt tilbúnar í slaginn. Ég vil samt sjá okkur gefa þessum toppliðum betri leik, alla vega með hörkunni,“ sagði Arna. Andri Hjörvar: Við og dómararnir sýndum þeim of mikla virðingu „Hérna mættum við afskaplega góðu liði,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA. „Við vissum alveg að við þyrftum að mæta með kassann úti og höfuðið hátt, okkur leið þannig fyrir leikinn, en svo klikkaði það heldur betur. Mér fannst við sýna Valsliðinu allt of mikla virðingu, en reyndar voru fleiri sem sýndu því of mikla virðingu og það fór aðeins með okkur. Brekkan var ansi brött frá byrjun, við náðum ekki að klífa hana og hún varð bara brattari og brattari,“ sagði Andri. Hann vildi sem sagt meina að dómarar leiksins hefðu sýnt Valsliðinu of mikla virðingu, sérstaklega þegar brotið virtist á Margréti Árnadóttur í stöðunni 3-0. „Þetta var klárlega víti, og svo fá þær líka að sparka boltanum í burtu þegar dæmd er aukaspyrna án þess að nokkuð sé gert. Það sýnir mér bara að þær fái virðingu. Mér er alveg sama þó að þær séu að vinna 10-0 eða hvað, ef þær fá að sparka boltanum svona í burtu þegar við getum byrjað fljóta sókn þá sýnir það bara að dómaranum er slétt sama um allt. Ég var ekki sáttur með nokkur atriði hjá honum, en honum verður ekki kennt um mörkin,“ sagði Andri. Hann tók undir að leikurinn hefði farið mun verr en hann grunaði: „Já, töluvert. Við vorum með ákveðin plön um að loka á sóknarleik Valsliðsins en það klikkaði allt of oft. Það er eitthvað sem við þurfum að fara yfir og laga fyrir næsta leik, sérstaklega fyrir næsta leik við Val. Þá ætlum við að gera betur.“ Viðtal við Eið Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfara Vals, má sjá hér.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22
Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti