Þór fékk fimmtíu þúsund króna sekt Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 15:10 Þjálfari og leikmenn Þórs mættu í viðtöl með derhúfur merktar Coolbet og fyrirtækið auglýsti á árskortum á heimaleiki liðsins. Samsett mynd/fótbolti.net/vísir Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað að sekta Þór eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til nefndarinnar á þeim forsendum að það gæti skaðað ímynd fótboltans. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram það mat framkvæmdastjóra að framkoman jaðri við og jafnvel brjóti í bága við ákvæði landslaga. Þórsarar mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net eftir sigurinn á föstudag með derhúfu merkta erlendu veðmálafyrirtæki á höfðinu. Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, vísaði málinu til aganefndar áður en að Vísir greindi frá því í dag að Þórsarar hefðu einnig auglýst veðmálafyrirtækið á árskortum á heimaleiki liðsins í sumar. Uppfært: Í samtali við Vísi sagðist Klara ekki búast við því að sambandið myndi aðhafast nokkuð frekar vegna málsins, en að það yrði þó skoðað í ljósi nýrra upplýsinga. Samkvæmt reglugerð um aga- og úrskurðarmál er hámarkssekt sem nefndin getur veitt 100.000 krónur vegna mála sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar. Þórsarar hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum. Í úrskurði aganefndar er minnt á eftirfarandi grein úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót: „Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.“ Þór Akureyri Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Knattspyrnudeild Þórs hefur verið sektuð um 50.000 krónur vegna framkomu þjálfara og tveggja leikmanna eftir sigur á Grindavík síðasta föstudag, „derhúfumálsins“ svokallaða. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað að sekta Þór eftir að framkvæmdastjóri KSÍ vísaði málinu til nefndarinnar á þeim forsendum að það gæti skaðað ímynd fótboltans. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram það mat framkvæmdastjóra að framkoman jaðri við og jafnvel brjóti í bága við ákvæði landslaga. Þórsarar mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net eftir sigurinn á föstudag með derhúfu merkta erlendu veðmálafyrirtæki á höfðinu. Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, vísaði málinu til aganefndar áður en að Vísir greindi frá því í dag að Þórsarar hefðu einnig auglýst veðmálafyrirtækið á árskortum á heimaleiki liðsins í sumar. Uppfært: Í samtali við Vísi sagðist Klara ekki búast við því að sambandið myndi aðhafast nokkuð frekar vegna málsins, en að það yrði þó skoðað í ljósi nýrra upplýsinga. Samkvæmt reglugerð um aga- og úrskurðarmál er hámarkssekt sem nefndin getur veitt 100.000 krónur vegna mála sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar. Þórsarar hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum. Í úrskurði aganefndar er minnt á eftirfarandi grein úr reglugerð KSÍ um knattspyrnumót: „Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.“
Þór Akureyri Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Fjárhættuspil Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25 Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55 Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15 ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34 Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Samstarf Þórs og Coolbet ekki nýtt af nálinni Samstarf Þórs og Coolbet hófst ekki með því að leikmenn og þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta klæddust derhúfu með merki veðmálafyrirtækisins í myndbandsviðtölum á föstudaginn. Yfirlýsing knattspyrnudeildar félagsins frá því í gær heldur ekki vatni. 24. júní 2020 12:25
Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um veðmáladerhúfuna | Segjast ekki hafa fengið borgað Knattspyrnudeild Þórs hefur loks tjáð sig um atvikið eftir leik liðsins gegn Grindavík í Lengjudeildinni þar sem leikmenn og þjálfarar auglýstu vísvitandi erlent veðmálafyrirtæki. 23. júní 2020 17:55
Lögbrot sem varðað getur hálfs árs fangelsi - Mál Þórsara til aganefndar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað til aga- og úskurðarnefndar máli Þórsara á Akureyri sem auglýstu erlent veðmálafyrirtæki í viðtölum. Um lögbrot er að ræða sem varðað getur sektum eða allt að hálfs árs fangelsi. 23. júní 2020 15:15
ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. 22. júní 2020 12:34
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17