Creditinfo biður Persónuvernd um að meta hvort lög hafi verið brotin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 22:45 Reynir Grétarsson er eigandi og stjórnarformaður Creditinfo. Aðsend Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“ Persónuvernd Neytendur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Reynir Grétarsson, eigandi og stjórnarformaður Creditinfo, er ósáttur við afstöðu Neytendasamtakanna gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur beðið Persónuvernd um að meta hvort það hafi gerst brotlegt við lög. Fyrr í dag var greint frá því að Neytendasamtökin og ASÍ hafi gert alvarlegar athugasemdir um starfsleyfi fyrirtækisins í umsögn sinnar til Persónuverndar um leyfið, sem þau vilji láta endurskoða. Creditinfo heldur úti einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi en flestallar innlendar lánastofnanir nýta sér skrána við afgreiðslu erinda. Starfsleyfið var gefið út 1. janúar 2018 og gilti þá til 31. desember sama ár, en gildistíminn hefur jafnan verið framlengdur, nú síðast til 1. júlí 2020. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Sendu Persónuvernd erindi og báðu um úttekt Í samtali við Vísi segir Reynir að Creditinfo hafi í dag sent erindi á Persónuvernd þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki út hvort eitthvað í starfsemi fyrirtækisins teldist brjóta í bága við lög. „Ef svo er þá verður fyrirtækið sektað eða missir starfsleyfið, eða önnur úrræði sem eru fyrir hendi verða nýtt. Ef ekki þá vonandi hættir þetta,“ segir Reynir og vísar þar til þess að Neytendasamtökin hafi ítrekað haldið því fram að eitthvað í starfsemi Creditinfo bryti í bága við lög. Segir Reynir að mikið hafi borið á þessu frá því Breki Karlsson tók við formennsku samtakanna. Reynir bendir þá á að samskonar starfsemi og sú sem Creditinfo stundar, tíðkist í nágrannalöndum Íslands. Starfsemin hér á landi sé í raun byggð á nákvæmlega eins fyrirtæki og er starfrækt í Danmörku. Eini tilfinnanlegi munurinn sé að hér á landi séu strangari reglur um starfsemina. Hann segist ekki hrifinn af hugmyndum um að ríkið taki að sér það hlutverk sem fyrirtækið gegnir. „Ríkið hins vegar stundar þessa starfsemi helst í Kína, Simbabve og Írak, þess háttar löndum. Það má svo sem læra af þeim eins og öllum öðrum, en ég átta mig ekki á því á hvað vegferð menn eru.“ Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Reynt að funda en alltaf sama niðurstaða Reynir segir að síðustu yfirlýsingar frá sömu aðilum og tjá sig nú um fyrirtækið, það er ASÍ og Neytendasamtökunum, hafi komið í upphafi kórónuveirufaraldursins í vor. „Þegar Covid kom, þá kom yfirlýsing um að það ætti að loka Creditinfo á meðan Covid væri að ganga yfir. Það myndi einfaldlega leiða til þess að fólk gæti ekki fengið lán. Ég held það ríki ákveðinn misskilningur um tilganginn með þessu. Það er auðvitað þannig að yfir 90% af fólki stendur í skilum og það getur sýnt fram á það með því að það sé kannað hvort það sé fjárnám eða eitthvað slíkt sem hefur verið gert hjá viðkomandi.“ Reynir segir að Creditinfo hafi í gegn um tíðina fundað með Neytendasamtökunum vegna málsins. „Við höfum boðið þeim á fundi og farið yfir málin til þess að ræða hvað er hægt að bæta. Það fer alltaf á sama veg, þau stökkva fram og koma með yfirlýsingar um lögbrot og þess háttar. Mér finnst það ekki alveg vera besta leiðin til þess að vinna þetta.“
Persónuvernd Neytendur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira