Heimsmetabók Guinness hefur tilkynnt að bandaríska kappaksturskonan Jessi Combs verði skráð sem handhafi hraðamets konu á landi. Combs dó í tilraun sinni að ná metinu í Alvord-eyðimörkinni í Oregon í ágúst 2019.
Combs stýrði þættinum All Girls Garage en hún var talin einn besti ökuþórinn í heimi í kvennaflokki.
Bíll hennar náði hraðanum 841,338 kílómetra hraða þegar metið var slegið, en í frétt BBC kemur fram að hin 39 ára Combs hafi verið sú fyrsta til að slá fyrra hraðamet sem sett var fyrir fjörutíu árum.
Bandaríska áhættukonan Kitty O'Neil átti fyrra hraðametið, 835 kílómetrar á klukkustund, sem sett var í sömu eyðimörk, árið 1976.
Terry Madden, kærasti Combs, segir tilfinningar blendnar varðandi metið. Sagði hann að Instagram að ekkert met væri þess virði að „hún sé ekki lengur hér“.