Af hverju ætla ég að kjósa Guðna? Fríða Stefánsdóttir skrifar 25. júní 2020 20:00 Fyrir fjórum árum tók ég þá ákvörðun að styðja við Guðna og hans framboð. Í kjölfarið fékk ég þá hugmynd að gaman væri að sýna honum vinnustaðinn minn, Sandgerðisskóla og hitta starfsfólk skólans, til að bera út boðskapinn eins og þarft er í kosningabaráttu. Guðni kom helst til snemma og hitti mig í kennslustofunni minni þegar ég var með bekkjarfund með nemendum mínum. Við sátum í hring á gólfinu og vorum að ræða vesen á fótboltavellinum eins og við gerðum reglulega á bekkjarfundum. Guðni tók sig til settist á gólfið með nemendum og tók þátt í líflegum samræðum um jákvæða íþróttamannslega hegðun og svo fór umræðan út í heldur alvarlegri mál eins og líðan, kvíða og áhyggjur. Guðni lýsti því af einstakri einlægni hvernig hann hefði verið feiminn í skóla og reynt að láta lítið fyrir sér fara og hvernig honum hafi tekist að komast yfir feimnina með tímanum. Krakkarnir hlustuðu af einlægni á forsetaframbjóðandann og náði hann til þeirra allra um leið með einstakri innsýn í líf barna á þessum mótunarárum þeirra. Ég kýs Guðna einmitt fyrst og fremst vegna þess hversu einlægur hann er og hversu auðséð það er að hann telur sig ekki vera yfir aðra hafinn. Hann er með eindæmum manneskjulegur og niðri á jörðinni. Hann ber ómetanlega virðingu fyrir lýðræði og forsetaembættinu. Hann þekkir sögu þess í þaula og sinnir embættinu með sóma. Ég kýs líka Guðna vegna þess að hann á alveg dásamlega konu sem er réttsýn, opin og frábær fyrirmynd fyrir aðra. Þau sinna bæði embætti sínu með virðingu og vinsemd. Guðni leggur áherslu á það góða, hvað hann vill frekar en hvað hann vill ekki. Hann er uppbyggjandi og talar sig ekki upp á kostnað annarra. Þannig manneskju vil ég sem forseta. Fríða Stefánsdóttir Bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum tók ég þá ákvörðun að styðja við Guðna og hans framboð. Í kjölfarið fékk ég þá hugmynd að gaman væri að sýna honum vinnustaðinn minn, Sandgerðisskóla og hitta starfsfólk skólans, til að bera út boðskapinn eins og þarft er í kosningabaráttu. Guðni kom helst til snemma og hitti mig í kennslustofunni minni þegar ég var með bekkjarfund með nemendum mínum. Við sátum í hring á gólfinu og vorum að ræða vesen á fótboltavellinum eins og við gerðum reglulega á bekkjarfundum. Guðni tók sig til settist á gólfið með nemendum og tók þátt í líflegum samræðum um jákvæða íþróttamannslega hegðun og svo fór umræðan út í heldur alvarlegri mál eins og líðan, kvíða og áhyggjur. Guðni lýsti því af einstakri einlægni hvernig hann hefði verið feiminn í skóla og reynt að láta lítið fyrir sér fara og hvernig honum hafi tekist að komast yfir feimnina með tímanum. Krakkarnir hlustuðu af einlægni á forsetaframbjóðandann og náði hann til þeirra allra um leið með einstakri innsýn í líf barna á þessum mótunarárum þeirra. Ég kýs Guðna einmitt fyrst og fremst vegna þess hversu einlægur hann er og hversu auðséð það er að hann telur sig ekki vera yfir aðra hafinn. Hann er með eindæmum manneskjulegur og niðri á jörðinni. Hann ber ómetanlega virðingu fyrir lýðræði og forsetaembættinu. Hann þekkir sögu þess í þaula og sinnir embættinu með sóma. Ég kýs líka Guðna vegna þess að hann á alveg dásamlega konu sem er réttsýn, opin og frábær fyrirmynd fyrir aðra. Þau sinna bæði embætti sínu með virðingu og vinsemd. Guðni leggur áherslu á það góða, hvað hann vill frekar en hvað hann vill ekki. Hann er uppbyggjandi og talar sig ekki upp á kostnað annarra. Þannig manneskju vil ég sem forseta. Fríða Stefánsdóttir Bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun