Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2020 10:51 Páll Baldvin er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Hann er ómyrkur í máli, segir hraksmánarlega hafa verið staðið að þessari eldgildru og kallar eftir opinberri rannsókn. visir/vilhelm Fréttir af Brunanum við Bræðraborgarstíg kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Þetta sjónarmið kemur fram í pistli Páls Baldvins Baldvinssonar rithöfundar en hann er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Páll Baldvins segir að hraksmánarlega hafi verið staðið að öllu viðhaldi hússins. Hann segir að enn hafi ekki komið fram hver sé skráður eigandi hússins en ábyrgð opinberra aðila sé ótvíræð. Hann telur opinbera rannsókn óhjákvæmilega og að spurt verði um ábyrgð. „Hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“ Páll Baldvin gerir því skóna að nú muni „eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg.“ Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Fréttir af Brunanum við Bræðraborgarstíg kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Þetta sjónarmið kemur fram í pistli Páls Baldvins Baldvinssonar rithöfundar en hann er sérfróður um sögu bygginga í Reykjavík. Páll Baldvins segir að hraksmánarlega hafi verið staðið að öllu viðhaldi hússins. Hann segir að enn hafi ekki komið fram hver sé skráður eigandi hússins en ábyrgð opinberra aðila sé ótvíræð. Hann telur opinbera rannsókn óhjákvæmilega og að spurt verði um ábyrgð. „Hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar.“ Páll Baldvin gerir því skóna að nú muni „eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg.“
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30 Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson fjallar um sögu hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í gær, segir hraksmánarlega að viðhaldi og eldvörnum staðið og kallar eftir rannsókn. 26. júní 2020 10:30
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16