Auðlindir og pólitík Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 26. júní 2020 11:30 Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík. Máli sem á skilið mun meiri umræðu en ríkistjórnin kýs. En kannski ætti það líka alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að draga úr samþjöppun eignarhalds á landi, sem er gott markmið. Það skiptir máli að landnýting sé í samræmi við almannahagsmuni. Leiðin sem er valin er aftur á móti varhugaverð – að heimild ráðherra þurfi fyrir tilteknum ráðstöfunum jarða. Jarðakaup sem eru háð rannsókn og mati ráðherra opna fyrir pólitíska íhlutun. Opið orðalag um völd ráðherra varðandi kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Undirliggjandi markmið virðist vera að taka á kaupum útlendinga. Sjálfur hraðinn á málinu er líka athyglisverður. Það er mikilvægt að stór mál á borð við þetta séu unnin af vandvirkni, ef markmiðið er að sátt skapist um þau. Það er ekki sérstaklega hávært ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu og umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Þar segir meðal annars að breytingarnar geti dregið úr fjárfestingu og verðmætasköpun fyrir bændur, ferðaþjónustuna og aðra sem hluti eiga í jörðum. Ættu slíkar umsagnir ekki að vekja stjórnvöld til umhugsunar? Útfærslan mun hafa mikið um það að segja hvort niðurstaðan verður sú að standa vörð um almannahagsmuni. Þess vegna þarf að ræða leiðina. Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarétti gagnrýnum augum. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án alvöru umræðu og í miklum hraði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að koma í gegnum þingið, á mettíma, frumvarpi sem varðar grundvallarhagsmuni um ráðstöfun jarða, auðlindapólitík. Máli sem á skilið mun meiri umræðu en ríkistjórnin kýs. En kannski ætti það líka alltaf að vekja spurningar þegar Framsóknarflokkur, Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur koma sér saman um leið til að ráðstafa auðlindum landsins. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að draga úr samþjöppun eignarhalds á landi, sem er gott markmið. Það skiptir máli að landnýting sé í samræmi við almannahagsmuni. Leiðin sem er valin er aftur á móti varhugaverð – að heimild ráðherra þurfi fyrir tilteknum ráðstöfunum jarða. Jarðakaup sem eru háð rannsókn og mati ráðherra opna fyrir pólitíska íhlutun. Opið orðalag um völd ráðherra varðandi kaup og sölu á jörðum opnar á að pólitík verði samofin jarðakaupum. Undirliggjandi markmið virðist vera að taka á kaupum útlendinga. Sjálfur hraðinn á málinu er líka athyglisverður. Það er mikilvægt að stór mál á borð við þetta séu unnin af vandvirkni, ef markmiðið er að sátt skapist um þau. Það er ekki sérstaklega hávært ákall um þessar lagabreytingar í samfélaginu og umsagnir um frumvarpið eru margar mjög neikvæðar. Þar segir meðal annars að breytingarnar geti dregið úr fjárfestingu og verðmætasköpun fyrir bændur, ferðaþjónustuna og aðra sem hluti eiga í jörðum. Ættu slíkar umsagnir ekki að vekja stjórnvöld til umhugsunar? Útfærslan mun hafa mikið um það að segja hvort niðurstaðan verður sú að standa vörð um almannahagsmuni. Þess vegna þarf að ræða leiðina. Það er sömuleiðis ástæða til að líta víðtækar takmarkanir á eignarétti gagnrýnum augum. Það á sérstaklega við þegar vilji stjórnvalda virðist standa til að drífa mál í gegn um þingið, án alvöru umræðu og í miklum hraði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun