Fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og hugsanlegt hópsmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2020 12:07 Víðir Reynisson er með þau skilaboð til þeirra sem koma til landsins frá löndum þar sem mikið er um smit að vera í eins litlum samskiptum og hægt er við annað fólk fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. STÖÐ2 Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins greindist í morgun með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. Smitrakningarteymið vinnur nú að því að rekja smitið og er ljóst að tugir manns fara í sóttkví. Að sögn Ástu Sigrúnar Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins kom upp grunur um smitið í gærkvöld og fór samstarfsfólk hins veika í sjálfskipaða sóttkví í morgun. Ráðherrar eru ekki með skrifstofur á þeirri hæð þar sem sýkingin kom upp. „Við erum með tvö smit í gangi núna þar sem smitrakning er í gangi. Þar sem tugir manna fara í sóttkví vegna. Það er verið að vinna það eins hratt og hægt er og eins og eins og ég segi þá eru tugir,sennilega hundrað manns að fara í sóttkví út af þessu. Sú vinna er í eðlilegum farvegi og margir sem tengjast þessu,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón ríkislögreglustjóra. Smitin tvö sem um ræðir eru smit starsmanns atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og smit knattspyrnukonu í efstu deild sem greint var frá í gær. Að sögn Víðis tengjast smitin. „Þau gera það. Við erum að vinna þett á þeirri línu að það sé hugsanlegt hópsmit í gangi þannig við vinnum eftir þeirri viðbragðsáætlnun,“ sagði Víðir. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí. „Við erum með þau skilaboð að Íslendingar sem eru að koma að utan frá Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Svíþjóð og þeirra landa þar sem mikið er um smit, séu í eins litlum samskiptum við annað fólk eins og mögulegt er fyrstu tvær vikurnar eftir heimkomu. Þrátt fyrir að hafa fengið neikvætt sýni á landamærum. Við höfum alltaf sagt að neikvætt sýni á kandamærum er ekki 100 prósent og það sýndi sig í þessu tilfelli,“ sagði Víðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 16 og er efni fundarins skimun ferðamanna á landamærum. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17 Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Ráðuneytisfólk í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður sagður hafa smitast af knattspyrnukonu úr Kópavogi. 26. júní 2020 11:17
Fimm leikjum frestað vegna smitsins KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna. 26. júní 2020 11:37