Hlaut lífstíðardóm fyrir að hafa kastað sex ára dreng fram af svölum Tate Modern Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 13:49 Jonty Bravery var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng niður af svölum Tate Modern listasafnsins í fyrra. AP/Met Police - Getty/Barry Lewis Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra. Maðurinn þarf að sitja minnst fimmtán ár í fangelsi áður en hann mun eiga möguleika á reynslulausn. Drengurinn féll niður um þrjátíu metra og slasaðist mjög alvarlega. Hann fékk blæðingu inn á heila, mæna hans varð fyrir skemmdum og hann hlaut fjölda beinbrota. Karlmaðurinn, sem ber nafnið Jonty Bravery, er sagður hafa skipulag árásina og beint spjótum sínum að ungum börnum þegar atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Upptökur úr öryggismyndavélum safnsins sýna að Bravery elti ung börn sem voru á safninu og litaðist um á svölum, að því er virðist til að gá hvernig öryggishandrið væru staðsett. Þá náðist einnig á myndband þegar drengurinn gekk í átt að Bravery, en drengurinn var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Lundúnum en þau eru frönsk. Þá sagði Deanna Heer, saksóknari í málinu, að á myndbandinu megi einnig sjá hvernig Bravery greip í drenginn, gekk með hann að handriðinu og kastaði honum yfir án þess að hika. Drengurinn féll með höfuðið á undan og lenti á svölum á fimmtu hæð. Eins og áður sagði slasaðist drengurinn alvarlega og mun hann þarfnast sólarhrings aðstoðar að minnsta kosti til ársins 2022 segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Drengurinn hefur verið í hjólastól frá atvikinu og er enn á sjúkrahúsi. Bretland England Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Átján ára gamall karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kastað sex ára gömlum dreng fram af svölum á tíundu hæð Tate Modern listasafnsins í Lundúnum í fyrra. Maðurinn þarf að sitja minnst fimmtán ár í fangelsi áður en hann mun eiga möguleika á reynslulausn. Drengurinn féll niður um þrjátíu metra og slasaðist mjög alvarlega. Hann fékk blæðingu inn á heila, mæna hans varð fyrir skemmdum og hann hlaut fjölda beinbrota. Karlmaðurinn, sem ber nafnið Jonty Bravery, er sagður hafa skipulag árásina og beint spjótum sínum að ungum börnum þegar atvikið átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Upptökur úr öryggismyndavélum safnsins sýna að Bravery elti ung börn sem voru á safninu og litaðist um á svölum, að því er virðist til að gá hvernig öryggishandrið væru staðsett. Þá náðist einnig á myndband þegar drengurinn gekk í átt að Bravery, en drengurinn var á ferðalagi með fjölskyldu sinni í Lundúnum en þau eru frönsk. Þá sagði Deanna Heer, saksóknari í málinu, að á myndbandinu megi einnig sjá hvernig Bravery greip í drenginn, gekk með hann að handriðinu og kastaði honum yfir án þess að hika. Drengurinn féll með höfuðið á undan og lenti á svölum á fimmtu hæð. Eins og áður sagði slasaðist drengurinn alvarlega og mun hann þarfnast sólarhrings aðstoðar að minnsta kosti til ársins 2022 segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Drengurinn hefur verið í hjólastól frá atvikinu og er enn á sjúkrahúsi.
Bretland England Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira