Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:15 Landsréttur dæmdi í dag í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira