Faraldurinn „alvarlegt vandamál“ í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 26. júní 2020 23:11 Anthony Fauci hefur leitt smitvarnateymi Hvíta hússins. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi Hvíta hússins í dag. Hann segir ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum og allir þurfi að leggjast á eitt til þess að komast í gegnum hann. Um tvær og hálf milljón kórónuveirusýkingar hafa verið staðfestar í Bandaríkjunum og tæplega 125 þúsund hafa látist og hefur landið farið einna verst út úr faraldrinum á heimsvísu. Fjörutíu þúsund greindust með veiruna á fimmtudag og er það mesti fjöldi á einum degi frá því að faraldurinn hófst. Sérfræðingar telja fjölda smitaðra geta verið enn hærri og gera þeir jafnvel ráð fyrir því að um 20 milljónir hafi nú þegar smitast. Það er tífalt hærri tala en fjöldi staðfestra smita. Aðgerðastjórn Hvíta hússins hvatti ungt fólk til þess að fara í sýnatöku þrátt fyrir að vera einkennalaus. Fjölgun smita sé verulegt áhyggjuefni og það þurfi allir að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Þá er vonast til að frekari sýnatökur geti gripið tilfellin fyrr, en talið er að tilslakanir í sumum ríkjum hafi leitt til þess að smit fór að dreifast frekar í samfélaginu. Fólk er því hvatt til þess að gæta að einstaklingsbundnum smitvörnum og var fólk beðið um að líta á það sem samfélagslega ábyrgð sína. Í Texas, Flórída og Arizona hefur áætlunum um tilslakanir á samkomubönnum verið slegið á frest vegna þess hversu mörg tilfelli hafa greinst undanfarna daga og hversu margir hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Háskólinn í Washington áætlar að 180 þúsund verði látnir vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í október, en sú tala gæti farið niður í 146 þúsund ef fólk notar andlitsgrímur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05 Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57 Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Ólíklegt að Bandaríkin teljist til öruggra landa Ólíklegt er að Bandaríkjamenn fái að koma til Íslands þegar ytri landamæri Schengen verða opnuð um mánaðarmótin að sögn dómsmálaráðherra. Sóttvarnarlæknir telur áhyggjuefni að hleypa bandarískum ferðamönnum til landsins. 24. júní 2020 19:05
Ekki spenntur fyrir komu Bandaríkjamanna Ekki liggur fyrir hvernig opnun ytri landamæra Schengen-svæðisins verður háttað en þó er stefnt að sameiginlegri framkvæmd ríkjanna í þeim efnum. 24. júní 2020 15:57
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44