Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74.
Alba Berlín var með pálmann í höndunum eftir fyrri leikinn en þeir unnu leik liðanna á föstudagskvöldið með 23 stiga mun, 88-65.
Warmup vor dem letzten Spiel der Saison.
— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 28, 2020
Das Endspiel um die Meisterschaft seht ihr live bei @sport1 und MagentaSport. Auch das @rbbinforadio überträgt live. pic.twitter.com/YeZN8HdE8w
Leikurinn í dag var því hálfgert formsatriði en Alba menn voru staðráðnir í því að gefa ekkert eftir og leiddu eftir fyrsta leikhluta 21-11. Þeir voru svo 42-35 yfir i hálfleik.
Í síðari hálfleik höfðu Alba menn áfram tögl og haldir á leiknum og Ludwigsburg tók fyrst almennilegt áhlaup undir lok leiksins. Lokatölur þó sigur Alba, 75-74 og liðið því þýskur meistari.
Martin var næst stigahæstur hjá Alba í leiknum. Hann gerði fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í úrslitaeinvíginu gerði Martin samtals 28 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók sjö fráköst.
DOUBLE-SIEGER 2020!
— ALBA BERLIN (@albaberlin) June 28, 2020
Unser Team krönt seine tolle Entwicklung in den letzten Jahren mit dem Double aus Meisterschaft und Pokalsieg!
Ungeschlagen im Finalturnier zum 20. Titel in der 30. Saison der ALBA-Geschichte (9x Meister, 10x Pokal, 1x Korac Cup). pic.twitter.com/FSQWAz56Sw
Sigurinn er einn sá stærsti fyrir íslenskan körfuboltamann en enginn íslenskur körfuboltamaður hefur orðið landsmeistari í einum af stærstu deildunum.
Just a kid from Iceland! Martin Hermannsson @hermannsson15 becomes the first Icelandic player in history winning a top European League! @easyCreditBBL @TangramSports
— Christos Lazarou (@ChristosLazarou) June 28, 2020
Til hamingju @hermannsson15! Domino's körfuboltakvölds-fjölskyldan sendir kveðju til Berlínar og hlökkum við til að sjá þín næstu skref. #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/HMcUQe8SqJ
— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) June 28, 2020