Stólarnir fastir í München Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 13:30 Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls-liðsins sem festist í München. Það er margt verra en það, að hans sögn. Vísir/Arnar Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum. Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum.
Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum