Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 15:23 Jón Guðmundsson tók sér hlé frá dómgæslu fyrir nokkrum árum til að sinna þjálfun. Hann stýrði meðal annars Keflavík í efstu deild. vísir/bára Í færslu á Facebook svarar Jón Guðmundsson ummælum Rögnvaldar Hreiðarssonar, fyrrverandi dómara og fyrrverandi nefndarmanns í dómaranefnd KKÍ. Jón segist aldrei hafa neitað því að dæma í öðrum deildum en þeim efstu og segist ekki hafa skynjað áhuga hjá dómaranefnd að nýta krafta hans. Styr hefur staðið um dómaranefnd KKÍ eftir að alþjóðadómarinn Davíð Tómas Tómasson greindi frá því að hann væri hættur að dæma vegna ósættis við dómaranefndina. Tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir, sem dæmdu ungir í efstu deild, hafa einnig lýst því hvernig þeir heltust úr dómaralestinni. Báðir upplifðu sem svo að þeim hefði verið ýtt til hliðar úr dómarastéttinni. Jón fór einnig yfir samskipti sín við dómaranefnd þegar hann ætlaði að snúa aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Honum fannst ekki mikil til svara dómaranefndar á þeim tíma koma og fannst hann koma að lokuðum dyrum þar. „Ég fékk ekki nein bein svör. Ég kom inn með mikla reynslu og gott orð en mér var sagt að það væru aðrir á þeim stað sem ég var að reyna að komast á. Það var allt og sumt,“ sagði Jón í samtali við Vísi. Rögnvaldur tók til varna fyrir dómaranefndina í pistli á Facebook. Hann sagði að tvíburarnir hefðu ekki gert fyrirvara um forföll þegar dómurum var raðað niður á leiki og þá hafi þeir átt í deilum við að minnsta kosti einn dómara um tilhugun aksturs í leiki. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann vera frábæran dómara og sterkan karakter. Hann segir jafnframt að Jón hafi ekki viljað dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu. Jón segir þetta af og frá í pistli á Facebook. Hann hafi alltaf dæmt þá leiki sem honum hafi verið úthlutaðir og aldrei litið svo stórt á sig að hann myndi ekki dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu eða yngri flokkum. Þegar Jón hafi dæmt þá leiki sem honum voru úthlutaðir í neðri deildum og yngri flokkum, eftir að hann sneri aftur, hafi hann haft samband við dómaranefnd þar sem hann hafi ekkert heyrt frá henni í nokkrar vikur. Jón spurði hvort ekki væri hægt að nýta krafta hans í efstu deildum en honum var tjáð aðrir dómarar væru framar í goggunarröðinni og að hans tími myndi koma. Ekki væri spurning um hvort heldur hvenær. Pistill Jóns Guðmundssonar. Ekkert varð hins vegar af endurkomu Jóns en hann segir að það hafi alfarið verið hans ákvörðun að hætta að dæma. Hann hafi ekki skynjað mikinn áhuga né vilja hjá dómaranefnd að fá hann aftur í dómgæslu, þrátt fyrir orð um annað. Í niðurlagi pistilsins segir Jón: Niðurstaðan er sú að lok ferils míns voru alfarið mín eigin ákvörðun. Sú ástæða lá að baki að mér virtist sem dómaranefndin, sem sagðist hafa fagnað endurkomu minni, hefði hvorki mikinn áhuga né vilja til að styðja mig við að komast aftur á þann vettvang sem ég taldi (og tel enn) mig eiga erindi á. KKÍ tjáði sig um gagnrýnina á störf dómaranefndar í síðustu viku en sagðist ekki vilja, eða vera heimilt að, tjá sig um málefni einstaklinga eins og Davíðs. Þau séu viðkvæm og þeim þyki miður að ekki hafi tekist að leysa úr ágreiningnum. Davíð var valinn dómari ársins á lokahófi KKÍ 2023 og Jón fékk þá viðurkenningu 2012. KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Styr hefur staðið um dómaranefnd KKÍ eftir að alþjóðadómarinn Davíð Tómas Tómasson greindi frá því að hann væri hættur að dæma vegna ósættis við dómaranefndina. Tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir, sem dæmdu ungir í efstu deild, hafa einnig lýst því hvernig þeir heltust úr dómaralestinni. Báðir upplifðu sem svo að þeim hefði verið ýtt til hliðar úr dómarastéttinni. Jón fór einnig yfir samskipti sín við dómaranefnd þegar hann ætlaði að snúa aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Honum fannst ekki mikil til svara dómaranefndar á þeim tíma koma og fannst hann koma að lokuðum dyrum þar. „Ég fékk ekki nein bein svör. Ég kom inn með mikla reynslu og gott orð en mér var sagt að það væru aðrir á þeim stað sem ég var að reyna að komast á. Það var allt og sumt,“ sagði Jón í samtali við Vísi. Rögnvaldur tók til varna fyrir dómaranefndina í pistli á Facebook. Hann sagði að tvíburarnir hefðu ekki gert fyrirvara um forföll þegar dómurum var raðað niður á leiki og þá hafi þeir átt í deilum við að minnsta kosti einn dómara um tilhugun aksturs í leiki. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann vera frábæran dómara og sterkan karakter. Hann segir jafnframt að Jón hafi ekki viljað dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu. Jón segir þetta af og frá í pistli á Facebook. Hann hafi alltaf dæmt þá leiki sem honum hafi verið úthlutaðir og aldrei litið svo stórt á sig að hann myndi ekki dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu eða yngri flokkum. Þegar Jón hafi dæmt þá leiki sem honum voru úthlutaðir í neðri deildum og yngri flokkum, eftir að hann sneri aftur, hafi hann haft samband við dómaranefnd þar sem hann hafi ekkert heyrt frá henni í nokkrar vikur. Jón spurði hvort ekki væri hægt að nýta krafta hans í efstu deildum en honum var tjáð aðrir dómarar væru framar í goggunarröðinni og að hans tími myndi koma. Ekki væri spurning um hvort heldur hvenær. Pistill Jóns Guðmundssonar. Ekkert varð hins vegar af endurkomu Jóns en hann segir að það hafi alfarið verið hans ákvörðun að hætta að dæma. Hann hafi ekki skynjað mikinn áhuga né vilja hjá dómaranefnd að fá hann aftur í dómgæslu, þrátt fyrir orð um annað. Í niðurlagi pistilsins segir Jón: Niðurstaðan er sú að lok ferils míns voru alfarið mín eigin ákvörðun. Sú ástæða lá að baki að mér virtist sem dómaranefndin, sem sagðist hafa fagnað endurkomu minni, hefði hvorki mikinn áhuga né vilja til að styðja mig við að komast aftur á þann vettvang sem ég taldi (og tel enn) mig eiga erindi á. KKÍ tjáði sig um gagnrýnina á störf dómaranefndar í síðustu viku en sagðist ekki vilja, eða vera heimilt að, tjá sig um málefni einstaklinga eins og Davíðs. Þau séu viðkvæm og þeim þyki miður að ekki hafi tekist að leysa úr ágreiningnum. Davíð var valinn dómari ársins á lokahófi KKÍ 2023 og Jón fékk þá viðurkenningu 2012.
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00