Rekja dauða bandarískra hermanna til verðlaunafjár Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 11:11 Tíu bandarískir hermenn féllu í skotbardögum eða í sprengjuárásum árið 2018 og sextán í fyrra. Tveir hafa fallið það sem af er þessu ári. Nokkrir bandarískir hermenn hafa fallið fyrir hendi afganskra hermanna sem í sumum tilfellum hefur verið rakið til talibana. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. Þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi hafa lýst áhyggjum eftir að New York Times, Washington Post og fleiri fjölmiðlar greindu frá því að rússneska herleyniþjónustan GRU hefði lofað talibönum verðlaunafé tækist þeim að fella hermenn bandalagsríkjanna í Afganistan. Fulltrúa talibana og rússneskra stjórnvalda hafna því að slíkt samkomulag hafi verið til staðar. Heimildir fjölmiðla herma einnig að ríkisstjórn Trump forseta hafi vitað af þessu frá því í mars en ekki aðhafst neitt til að mótmæla eða refsa Rússum vegna þess. Í millitíðinni hefur Trump þvert á móti talað fyrir því að hleypa Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims og ákveðið að draga stóran hluta herliðs Bandaríkjanna frá Þýskalandi. GRU er sama leyniþjónustustofnunin og er talin hafa staðið að banatilræði við Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Vita ekki hversu margir féllu Nú greinir Washington Post frá því að leyniþjónustan telji að verðlaunafé Rússa hafi leitt til falls nokkurra bandarískra hermanna. Það mat byggist á yfirheyrslum hersins á vígamönnum sem teknir hafa verið höndum undanfarna mánuði. Ekki liggi þó fyrir nákvæmlega hversu margir hermenn bandalagsríkjanna gætu hafa fallið vegna þess. Hátt settum embættismönnum í Hvíta húsinu var kynnt matið í seinni hluta mars, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins. Fundurinn hafi leitt til frekari umræðna um viðbrögð en ekki hafi verið einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvað ætti til bragðs að taka. Sendifulltrúi Bandaríkjanna í Afganistan er sagður hafa aðhyllst að bera málið beint upp við Rússa. Aðrir innan þjóðaröryggisráðsins hafi verið tregir til að grípa strax til aðgerða. Leyniþjónustan CIA fór yfir njósnirnar og staðfesti. Það mat er sagt hafa tafist, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar það liggur fyrir er það á könnu Roberts O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að stilla upp valkostum um viðbrögð. Talsmaður þjóðaröryggisráðsins segir að enn sé verið að meta hvort ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hvorki CIA né varnarmálaráðuneytið hafa viljað tjá sig. Breskum stjórnvöldum var tilkynnt um matið seint í síðustu viku en öðrum bandalagríkjum Bandaríkjanna í Afganistan ekki. Neita því að Trump hafi nokkuð vitað Svör Trump forseta og embættismanna hans við fréttunum hafa til þessa fyrst og fremst beinst að því hvort að hann hafi fengið vitneskju um að Rússar hétu fé til höfuðs bandarískum hermönnum. Trump harðneitaði því að hann, Mike Pence varaforseti eða Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefðu verið upplýstir um leyniþjónustumati. Meadows var þó ekki tekinn við starfinu þegar málið er sagt hafa verið rætt í Hvíta húsinu. Richard Grenell, sem var starfandi yfirmaður leyniþjónustumála á umræddum tíma, hélt því einnig fram um helgina að hann hefði aldrei heyrt um matið. Washington Post segir að enn liggi ekki fyrir hvort að Trump-stjórnin neiti því að leyniþjónustumatið sé raunverulegt eða hvort hún haldi því aðeins fram að Trump hafi verið grunlaus um það. Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og bandamaður Trump, sagði um helgina að hann ætlaðist til þess að ríkisstjórnin tæki ásakanir sem þessar alvarlega og að hún upplýsti þingið um stöðu mála sem fyrst. Lykilatriði væri að komist yrði til botns í því hvort að Rússar hefðu raunverulega lagt fé til höfuðs bandarískum hermönnum. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og einn leiðtoga flokksins á þingi, sagði í gær að ef fréttirnar væru réttar þyrfti Hvíta húsið að gera grein fyrir því hvers vegna Trump var ekki látinn vita, hver hafi vitað um málið og hvað hafi verið gert til að draga Vladímír Pútín Rússlandsforseta til ábyrgðar. Trump brást við orðum Graham á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að leyniþjónustan hefði ekki talið upplýsingarnar „trúverðugar“ og því hafi hún hvorki kynnt honum né Pence varaforseta þær. Þá ýjaði Trump að því að ásakanirnar gegn Rússum gætu verið „gabb“ sem forsetinn, að því er virðist fyrir misgáning, bendlaði bókmenntaumfjöllun New York Times við. Intel just reported to me that they did not find this info credible, and therefore did not report it to me or @VP. Possibly another fabricated Russia Hoax, maybe by the Fake News @nytimesbooks, wanting to make Republicans look bad!!! https://t.co/cowOmP7T1S— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 29, 2020 Bandaríkin Rússland Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan rekur fall nokkurra bandarískra hermanna í Afganistan til þess að rússneska herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana fé til höfuðs þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að honum hafi verið greint frá þessu. Þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi hafa lýst áhyggjum eftir að New York Times, Washington Post og fleiri fjölmiðlar greindu frá því að rússneska herleyniþjónustan GRU hefði lofað talibönum verðlaunafé tækist þeim að fella hermenn bandalagsríkjanna í Afganistan. Fulltrúa talibana og rússneskra stjórnvalda hafna því að slíkt samkomulag hafi verið til staðar. Heimildir fjölmiðla herma einnig að ríkisstjórn Trump forseta hafi vitað af þessu frá því í mars en ekki aðhafst neitt til að mótmæla eða refsa Rússum vegna þess. Í millitíðinni hefur Trump þvert á móti talað fyrir því að hleypa Rússum aftur inn í hóp stærstu iðnríkja heims og ákveðið að draga stóran hluta herliðs Bandaríkjanna frá Þýskalandi. GRU er sama leyniþjónustustofnunin og er talin hafa staðið að banatilræði við Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Vita ekki hversu margir féllu Nú greinir Washington Post frá því að leyniþjónustan telji að verðlaunafé Rússa hafi leitt til falls nokkurra bandarískra hermanna. Það mat byggist á yfirheyrslum hersins á vígamönnum sem teknir hafa verið höndum undanfarna mánuði. Ekki liggi þó fyrir nákvæmlega hversu margir hermenn bandalagsríkjanna gætu hafa fallið vegna þess. Hátt settum embættismönnum í Hvíta húsinu var kynnt matið í seinni hluta mars, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins. Fundurinn hafi leitt til frekari umræðna um viðbrögð en ekki hafi verið einhugur innan ríkisstjórnarinnar um hvað ætti til bragðs að taka. Sendifulltrúi Bandaríkjanna í Afganistan er sagður hafa aðhyllst að bera málið beint upp við Rússa. Aðrir innan þjóðaröryggisráðsins hafi verið tregir til að grípa strax til aðgerða. Leyniþjónustan CIA fór yfir njósnirnar og staðfesti. Það mat er sagt hafa tafist, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar það liggur fyrir er það á könnu Roberts O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, að stilla upp valkostum um viðbrögð. Talsmaður þjóðaröryggisráðsins segir að enn sé verið að meta hvort ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hvorki CIA né varnarmálaráðuneytið hafa viljað tjá sig. Breskum stjórnvöldum var tilkynnt um matið seint í síðustu viku en öðrum bandalagríkjum Bandaríkjanna í Afganistan ekki. Neita því að Trump hafi nokkuð vitað Svör Trump forseta og embættismanna hans við fréttunum hafa til þessa fyrst og fremst beinst að því hvort að hann hafi fengið vitneskju um að Rússar hétu fé til höfuðs bandarískum hermönnum. Trump harðneitaði því að hann, Mike Pence varaforseti eða Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefðu verið upplýstir um leyniþjónustumati. Meadows var þó ekki tekinn við starfinu þegar málið er sagt hafa verið rætt í Hvíta húsinu. Richard Grenell, sem var starfandi yfirmaður leyniþjónustumála á umræddum tíma, hélt því einnig fram um helgina að hann hefði aldrei heyrt um matið. Washington Post segir að enn liggi ekki fyrir hvort að Trump-stjórnin neiti því að leyniþjónustumatið sé raunverulegt eða hvort hún haldi því aðeins fram að Trump hafi verið grunlaus um það. Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og bandamaður Trump, sagði um helgina að hann ætlaðist til þess að ríkisstjórnin tæki ásakanir sem þessar alvarlega og að hún upplýsti þingið um stöðu mála sem fyrst. Lykilatriði væri að komist yrði til botns í því hvort að Rússar hefðu raunverulega lagt fé til höfuðs bandarískum hermönnum. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana og einn leiðtoga flokksins á þingi, sagði í gær að ef fréttirnar væru réttar þyrfti Hvíta húsið að gera grein fyrir því hvers vegna Trump var ekki látinn vita, hver hafi vitað um málið og hvað hafi verið gert til að draga Vladímír Pútín Rússlandsforseta til ábyrgðar. Trump brást við orðum Graham á Twitter í gærkvöldi og hélt því þar fram að leyniþjónustan hefði ekki talið upplýsingarnar „trúverðugar“ og því hafi hún hvorki kynnt honum né Pence varaforseta þær. Þá ýjaði Trump að því að ásakanirnar gegn Rússum gætu verið „gabb“ sem forsetinn, að því er virðist fyrir misgáning, bendlaði bókmenntaumfjöllun New York Times við. Intel just reported to me that they did not find this info credible, and therefore did not report it to me or @VP. Possibly another fabricated Russia Hoax, maybe by the Fake News @nytimesbooks, wanting to make Republicans look bad!!! https://t.co/cowOmP7T1S— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 29, 2020
Bandaríkin Rússland Afganistan Donald Trump Tengdar fréttir Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47