Væri „martröð“ að rekja smit af íþróttamóti eða skemmtistað Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júní 2020 12:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að til greina komi að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, eftir að eitt nýtt innanlandssmit greindist í gær. Óttast er að önnur bylgja faraldursins fari af stað. Þá væri það „martröð“ að rekja smit sem upp kæmi á fjölmennu íþróttamóti eða skemmtistað. Tveir greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, einn við landamæraskimun og annar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Enn eitt innanlandssmitið bættist þannig í hóp þeirra sem greinst hafa frá því að landamæri voru formlega opnuð 15. júní. Allt önnur staða nú en fyrir viku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að innanlandssmitið sem greindist núna síðast sé tengt þeim sem greinst hafa síðustu daga og hafa verið rakin til knattspyrnuhreyfingarinnar. Víðir segir greinilegt að enn sé kraftur í veirunni. Til greina komi að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar á ný. „Við höfum bara verið heppin síðustu vikurnar að það hefur ekki komið upp nein samfélagsleg dreifing en við erum í annarri stöðu í dag heldur en við vorum fyrir bara viku síðan og þurfum að bregðast við samkvæmt því. Við tökum þetta mál alvarlega,“ segir Víðir. Sjáið þið fyrir ykkur að herða aftur aðgerðir? „Við erum í hörðum aðgerðum núna. Það er komið upp í 470 manns sem eru komnir í sóttkví og við erum að fara yfir stöðu aðgerða og sjá hvort sé ástæða til að breyta einhverju eða slíkt og sú vinna er í gangi núna og skýrist í dag.“ Kemur til greina að herða aftur aðgerðir? „Það kemur allt til greina í þessu. Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum, það sýnir sig að það er það sem virkar, og við munum ekki hika við að gera það ef það er talið þurfa til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ N1-mótið í knattspyrnu fer fram á Akureyri 1.-4. júlí.Vísir/Vilhelm Þarf að fara yfir verklag á barnamótunum Sumarið er tími íþróttamóta og æskulýðsstarfs. Haldin hafa verið fjölmenn knattspyrnumót barna undanfarnar helgar. Nú um helgina fór Orkumótið fram í Vestmannaeyjum og N1-mótið á Akureyri er fyrirhugað strax núna í vikunni. Víðir segir aðspurður að verið sé að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi við mótin. „Við höfum fengið dálítið mikið af reynslusögum í morgun frá mótinu um helgina og það eru nokkur atriði þar sem þarf greinilega að hnykkja á varðandi skiptingu hólfa og annað slíkt sem norðanmenn þurfa að fara yfir og verða örugglega í lagi hjá þeim. Þannig að við erum að skoða hvað er til í þessum sögum sem við erum að heyra. Við eigum eftir að heyra í Vestmannaeyingum og fá þeirra sýn á þetta,“ segir Víðir. Fjölmennasti viðburðurinn 100 manns Þá kveðst Víðir hafa áhyggjur af auknu samneyti landsmanna í sumarfríinu, sem og því að veiran nái sér mögulega hratt á strik aftur og seinni bylgja faraldursins sé nú væntanlega. „Já, ég hef það. Og við höfum það öll. Það er auðvitað raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem við erum ekki búin að ná utan um. Og það er augljóst að því fleiri sem koma saman, því hraðari getur útbreiðslan orðið, og líka bara það að smitrakningin og sóttkvíin verður enn þá umfangsmeiri. Við sjáum það að við erum með 470 manns í sóttkví og stærsti viðburðurinn sem það tengist er rétt um 100 manns,“ segir Víðir. „Við getum ímyndað okkur ef við værum að vinna með hólf þar sem við værum með 500 manns, sem við vissum ekkert hverjir væru. Þetta var viðráðanlegt því það var mjög auðvelt að finna hvaða fólk var á þessum viðburðum en ef þetta hefði komið upp á íþróttamóti eða skemmtistað eða einhvers staðar þar sem væru 500 manns saman sem við vissum ekkert hverjir væru, það væri martröð að ná utan um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að til greina komi að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, eftir að eitt nýtt innanlandssmit greindist í gær. Óttast er að önnur bylgja faraldursins fari af stað. Þá væri það „martröð“ að rekja smit sem upp kæmi á fjölmennu íþróttamóti eða skemmtistað. Tveir greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, einn við landamæraskimun og annar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Enn eitt innanlandssmitið bættist þannig í hóp þeirra sem greinst hafa frá því að landamæri voru formlega opnuð 15. júní. Allt önnur staða nú en fyrir viku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að innanlandssmitið sem greindist núna síðast sé tengt þeim sem greinst hafa síðustu daga og hafa verið rakin til knattspyrnuhreyfingarinnar. Víðir segir greinilegt að enn sé kraftur í veirunni. Til greina komi að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar á ný. „Við höfum bara verið heppin síðustu vikurnar að það hefur ekki komið upp nein samfélagsleg dreifing en við erum í annarri stöðu í dag heldur en við vorum fyrir bara viku síðan og þurfum að bregðast við samkvæmt því. Við tökum þetta mál alvarlega,“ segir Víðir. Sjáið þið fyrir ykkur að herða aftur aðgerðir? „Við erum í hörðum aðgerðum núna. Það er komið upp í 470 manns sem eru komnir í sóttkví og við erum að fara yfir stöðu aðgerða og sjá hvort sé ástæða til að breyta einhverju eða slíkt og sú vinna er í gangi núna og skýrist í dag.“ Kemur til greina að herða aftur aðgerðir? „Það kemur allt til greina í þessu. Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum, það sýnir sig að það er það sem virkar, og við munum ekki hika við að gera það ef það er talið þurfa til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ N1-mótið í knattspyrnu fer fram á Akureyri 1.-4. júlí.Vísir/Vilhelm Þarf að fara yfir verklag á barnamótunum Sumarið er tími íþróttamóta og æskulýðsstarfs. Haldin hafa verið fjölmenn knattspyrnumót barna undanfarnar helgar. Nú um helgina fór Orkumótið fram í Vestmannaeyjum og N1-mótið á Akureyri er fyrirhugað strax núna í vikunni. Víðir segir aðspurður að verið sé að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi við mótin. „Við höfum fengið dálítið mikið af reynslusögum í morgun frá mótinu um helgina og það eru nokkur atriði þar sem þarf greinilega að hnykkja á varðandi skiptingu hólfa og annað slíkt sem norðanmenn þurfa að fara yfir og verða örugglega í lagi hjá þeim. Þannig að við erum að skoða hvað er til í þessum sögum sem við erum að heyra. Við eigum eftir að heyra í Vestmannaeyingum og fá þeirra sýn á þetta,“ segir Víðir. Fjölmennasti viðburðurinn 100 manns Þá kveðst Víðir hafa áhyggjur af auknu samneyti landsmanna í sumarfríinu, sem og því að veiran nái sér mögulega hratt á strik aftur og seinni bylgja faraldursins sé nú væntanlega. „Já, ég hef það. Og við höfum það öll. Það er auðvitað raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem við erum ekki búin að ná utan um. Og það er augljóst að því fleiri sem koma saman, því hraðari getur útbreiðslan orðið, og líka bara það að smitrakningin og sóttkvíin verður enn þá umfangsmeiri. Við sjáum það að við erum með 470 manns í sóttkví og stærsti viðburðurinn sem það tengist er rétt um 100 manns,“ segir Víðir. „Við getum ímyndað okkur ef við værum að vinna með hólf þar sem við værum með 500 manns, sem við vissum ekkert hverjir væru. Þetta var viðráðanlegt því það var mjög auðvelt að finna hvaða fólk var á þessum viðburðum en ef þetta hefði komið upp á íþróttamóti eða skemmtistað eða einhvers staðar þar sem væru 500 manns saman sem við vissum ekkert hverjir væru, það væri martröð að ná utan um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira