Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. júní 2020 13:14 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber að rannsaka það þegar manntjón verður í eldsvoða. Vísir/Vilhelm Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Rannsókn stofnunarinnar geti tekið um tvo til þrjá mánuði. Forstjóri HMS hefur boðað fund með slökkviðsstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingarfulltrúanum í Reykjavík á morgun. Í fréttum Bylgjunnar um helgina kom fram að enginn slökkvibíll Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fullmannaður þegar útkall barst um brunann á Bræðraborgarstíg. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust, þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir slökkviliðin í landinu setja fram í brunavarnaáætlun hvernig þau ætla að standast lög og reglur. „Það getur verið að þau geti mannað vettvanginn af fleiri en einni stöð og þar af leiðandi sé komin fimm einstaklingar á staðinn innan við 10 mínútum frá útkalli, en frá tveimur stöðum,“ segir Davíð. Almennt geti það þó verið af hinu góða að slökkviliðsmenn sinni einnig sjúkraflutningum. „Almennt þá eru mikil samlegðaráhrif af því að vera að sinna þessum verkefnum saman en við munum að sjálfsögðu skoða bara í þessu tilviki og öllum sambærilegum tilfellum hvort það sé tilefni til þess að breyta eitthvað reglum,“ segir Davíð. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið rannsókn vegna brunans en stofnuninni ber að rannsaka þegar mannskaði verður í eldsvoða. Rannsóknin er ekki sakamálarannsókn heldur beinist að slökkvistarfinu og aðstæðum í húsinu en er unnin í samstarfi við lögreglu og slökkvilið. Málið er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en einn maður er í gæsluvarðhaldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í morgun að engar frekari upplýsingar liggi fyrir að svo stöddu varðandi stöðu þeirrar umfram það sem þegar hafi komið fram. „Við náttúrlega erum bara eins og ég segi á frumstigi með þessa rannsókn og skoðum þetta mjög nákvæmlega og eigum eftir að afla allra gagna um nákvæmlega hvenær hver kom á staðinn og svo framvegis,“ segir Davíð. Rannsóknin geti tekið tvo til þrjá mánuði. Segir Davíð Snorrason, forstöðumaður öryggissviðs mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hermann Jónasson, forstjóri HMS, hefur boðað slökkviliðisstjóra höfuðborgarsvæðisins og byggingafulltrúann í Reykjavík til fundar hjá á morgun til að fara yfir þau verkefni sem hafa verið í gangi er varða eftirlit með aðstæðum fólks sem býr í atvinnuhúsnæði og öðru ósamþykktu og óviðunandi húsnæði.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira