Fótboltakonan í Breiðabliki smitaðist í Bandaríkjunum Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 14:47 Kári hefur rakið smitið, greint veiruna að teknu tilliti til stökk breytinga og telur sig nú geta fullyrt með óyggjandi hætti að smitið sé frá Bandaríkjunum komið. visir/vilhelm/Bára Dröfn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að nú liggi fyrir að fótboltakonan úr Breiðabliki hafi smitast í Bandaríkjunum. Um tíma leit út fyrir að svo væri ekki en smitrakning auk greining á stökkbreytingu veirunnar leiði þetta í ljós. „Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja,“ segir Kári í afar athyglisverðri grein sem finna má á Vísi. Smitaðist af sambýliskonunni Þar rekur Kári af mikilli nákvæmni hvernig smitrakningin fór um víðan völl, hvaðan smitið ætti uppruna sinn en það reyndist svo við greiningu veirunnar sem hið rétta í ljós. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. „Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn,“ segir Kári. Nú er verið að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur en einn fannst í dag, 28. júní. Náð þremur en misst einn Kári bendir á mikilvægi þess að forsendur breyti ályktunum. Með því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Veiruprófið sé ekki fullkomið og erfitt sé að finna veiruna áður en hún hefur náð fótfestu. Skipmun á landamærum minnkar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. „Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%.“ (15:55. Athugasemd. Í fyrri útgáfu var þessi frétt myndskreytt með samsettri mynd af Kára annars vegar og hins vegar svipmynd úr leik Blikaliðsins, af einum ótilgreindum ónefndum leikmanni þess að elta bolta. Af tillitssemi við hana og þá sem kynnu að hrapa að ályktun og telja að sú væri hin smitaða, og að verið væri að halda því fram með myndskreytingu var ákveðið að skipta um mynd.) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Fótbolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að nú liggi fyrir að fótboltakonan úr Breiðabliki hafi smitast í Bandaríkjunum. Um tíma leit út fyrir að svo væri ekki en smitrakning auk greining á stökkbreytingu veirunnar leiði þetta í ljós. „Endanlegt svar fengum við svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum, fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja,“ segir Kári í afar athyglisverðri grein sem finna má á Vísi. Smitaðist af sambýliskonunni Þar rekur Kári af mikilli nákvæmni hvernig smitrakningin fór um víðan völl, hvaðan smitið ætti uppruna sinn en það reyndist svo við greiningu veirunnar sem hið rétta í ljós. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði. „Veiran í öllum þremur er með sama mynstur og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarrásin var óyggjandi eftirfarandi: Fótboltakonan smitaðist í Bandaríkjunum og það er ljóst að hún smitaðist af sambýliskonunni en ekki sambýliskonan af henni vegna þess að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn,“ segir Kári. Nú er verið að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur en einn fannst í dag, 28. júní. Náð þremur en misst einn Kári bendir á mikilvægi þess að forsendur breyti ályktunum. Með því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því. Veiruprófið sé ekki fullkomið og erfitt sé að finna veiruna áður en hún hefur náð fótfestu. Skipmun á landamærum minnkar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. „Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%.“ (15:55. Athugasemd. Í fyrri útgáfu var þessi frétt myndskreytt með samsettri mynd af Kára annars vegar og hins vegar svipmynd úr leik Blikaliðsins, af einum ótilgreindum ónefndum leikmanni þess að elta bolta. Af tillitssemi við hana og þá sem kynnu að hrapa að ályktun og telja að sú væri hin smitaða, og að verið væri að halda því fram með myndskreytingu var ákveðið að skipta um mynd.)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Fótbolti Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49 Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00 Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53 Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Leikmaður Breiðabliks smitaður Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví. 25. júní 2020 17:49
Ekki smit hjá kvennaliði Selfoss - sýni reyndist neikvætt Grunur lék á að leikmaður í kvennaliði Selfoss í Pepsi Max deildinni væri með Kórónuveiruna en við sýnatöku kom í ljós að svo væri ekki. Sýnið reyndist neikvætt. 26. júní 2020 21:00
Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. 28. júní 2020 21:53
Allt Fylkisliðið í sóttkví og næstu tveimur leikjum frestað Kvennalið Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna er komið í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í leikmannahóp liðsins um helgina. 29. júní 2020 10:45