Sannleikurinn um SÁÁ Hörður J. Oddfríðarson skrifar 29. júní 2020 19:00 Ýmislegt hefur verið sagt og gert undanfarna daga og vikur um málefni SÁÁ. Jón Steinar Gunnlaugsson, Hendrik „Binni“ Berndsen og Birgir Dýrfjörð hafa farið frjálslega með sannleikann á síðum dagblaða, telja starfsfólkið vanstillt illa menntuð illfygli, sem vilja færa ríkinu SÁÁ til að það geti orðið hluti af Geðdeild Landspítalans. Ekkert er fjær sannleikanum en það er umhugsunarefni þegar fólk sem kom að uppbyggingu SÁÁ í upphafi fær ekki betri upplýsingar eða er einfaldlega svona fordómafullt. Það sem stendur þó upp úr er að fráfarandi formaður og framkvæmdastjórn samtakanna fór, að undirlagi fyrrverandi formanns Þórarins Tyrfingssonar, freklega yfir lögleg mörk sín þegar þau gripu fram fyrir hendur framkvæmdastjóra meðferðarsviðs og hófu að segja upp starfsfólki, án heimildar. Afleiðingin af þessu fljótræði er að það flettist ofan af undirróðri og ofbeldi sem núverandi og fyrrverandi formenn hafa sýnt af sér undanfarin þrjú ár. Svo freklega að starfsfólkið hefur sent frá sér tvær ályktanir í anda #metoo. Nú er komið í ljós að Þórarinn Tyrfingsson ætlar opinberlega að taka stjórnina í sínar hendur og býður fram krafta sína sem formaður samtakanna. Frábært segja einhverjir, en aðrir eru fullir efasemda. Nú kann einhver að segja „sjaldan launar kálfur ofeldið“. Það er rétt að fyrir þremur árum hefði ég gengið mjög langt í því að verja Þórarinn Tyrfingsson yfirmann minn og frumkvöðul í áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi. En höfum í huga að slík fylgni er ekki skilyrðislaus undirgefni við einstaklinginn Þórarinn Tyrfingsson. Það er ekki hægt að ganga út frá því að slík fylgni sé óendanleg út yfir gröf og dauða. Á sama hátt hef ég lagt mig fram um að verja Arnþór Jónsson núverandi formann, en allt hefur sín takmörk og það verður að segjast eins og er að síðustu ár hans í embætti eru afleit að teknu tilliti til samskipta og vanvirðingar í garð starfsfólks SÁÁ. Svo má líka spyrja hvernig stendur á því að ekki hefur verið samið við ríkið um þjónustuna, aðallega hafa verið framlengdir úreltir samningar við SÍ. Mér þykir vænt um starfsemina, fólkið og SÁÁ. Mér finnst einsýnt að svona uppbrot í samtökunum sem nú eiga sér stað mun eingöngu skaða starfsemina og þar er hægt að draga tvo einstaklinga sérstaklega til ábyrgðar sem gerendur, Arnþór Jónsson núverandi formann og Þórarinn Tyrfingsson fyrrverandi formann. Þeir hafa einfaldlega verið of uppteknir af sjálfum sér og ekki gætt að hagsmunum SÁÁ og heildarinnar. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Ég og allt annað starfsfólk SÁÁ stöndum með skjólstæðingum okkar, við stöndum með samstarfsfólki okkar, við stöndum með veluppbyggðri, faglegri meðferð sem er opin fólki með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra og við stöndum með SÁÁ. Við starfsfólk SÁÁ fylgjum faglegum gildum og höldum siðareglur í heiðri. Þess vegna er erfitt að verjast árásum og undangreftri, sérstaklega því sem kemur innan frá, frá þeim aðilum sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að vera bakhjarlar starfsins þ.e. formaður og framkvæmdastjórn SÁÁ. Að því sögðu hvet ég alla til að styðja Einar Hermannsson sem formann samtakanna. Hann er ekki gallalaus frekar en nokkurt okkar, hann er heiðarlegur, hreinn og beinn, styðjandi og fylginn sér. Einar er kurteis, samvinnufús, valdeflandi og hefur skilning á viðfanginu. Hann áttar sig á að meðferðin er ekki eyland frekar en samtökin – þessir tveir hlutar SÁÁ verða að vinna vel saman. Til þess að það geti orðið er nauðsynlegt að byggja upp traust og gera skýran greinarmun á heilbrigðisstarfseminni og fjáröflunum. Einar hefur þá sýn að fagleg starfsemi SÁÁ geti þróast eðlilega áfram undir hatti samtakanna og með dyggum stuðningi þeirra. Hann hefur þá sýn að samtökin geti beitt sér betur í því sem þau eru best í – að safna fé, viðhalda og byggja hús undir starfsemina. SÁÁ hefur um áratugaskeið greitt með meðferðinni um 200 milljónir á ári að núvirði. Engin breyting hefur orðið á því undanfarin tvö ár. Ég trúi því að Einar Hermannsson geti farið og náð nýjum samningum við SÍ þannig að SÁÁ þurfi ekki að búa við framlengda og að mörgu leiti úrelta þjónustusamninga. Horfum til framtíðar góðir félagar. Höfundur er í varastjórn SÁÁ og er dagskrárstjóri Göngudeildar SÁÁ á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið sagt og gert undanfarna daga og vikur um málefni SÁÁ. Jón Steinar Gunnlaugsson, Hendrik „Binni“ Berndsen og Birgir Dýrfjörð hafa farið frjálslega með sannleikann á síðum dagblaða, telja starfsfólkið vanstillt illa menntuð illfygli, sem vilja færa ríkinu SÁÁ til að það geti orðið hluti af Geðdeild Landspítalans. Ekkert er fjær sannleikanum en það er umhugsunarefni þegar fólk sem kom að uppbyggingu SÁÁ í upphafi fær ekki betri upplýsingar eða er einfaldlega svona fordómafullt. Það sem stendur þó upp úr er að fráfarandi formaður og framkvæmdastjórn samtakanna fór, að undirlagi fyrrverandi formanns Þórarins Tyrfingssonar, freklega yfir lögleg mörk sín þegar þau gripu fram fyrir hendur framkvæmdastjóra meðferðarsviðs og hófu að segja upp starfsfólki, án heimildar. Afleiðingin af þessu fljótræði er að það flettist ofan af undirróðri og ofbeldi sem núverandi og fyrrverandi formenn hafa sýnt af sér undanfarin þrjú ár. Svo freklega að starfsfólkið hefur sent frá sér tvær ályktanir í anda #metoo. Nú er komið í ljós að Þórarinn Tyrfingsson ætlar opinberlega að taka stjórnina í sínar hendur og býður fram krafta sína sem formaður samtakanna. Frábært segja einhverjir, en aðrir eru fullir efasemda. Nú kann einhver að segja „sjaldan launar kálfur ofeldið“. Það er rétt að fyrir þremur árum hefði ég gengið mjög langt í því að verja Þórarinn Tyrfingsson yfirmann minn og frumkvöðul í áfengis- og vímuefnameðferð á Íslandi. En höfum í huga að slík fylgni er ekki skilyrðislaus undirgefni við einstaklinginn Þórarinn Tyrfingsson. Það er ekki hægt að ganga út frá því að slík fylgni sé óendanleg út yfir gröf og dauða. Á sama hátt hef ég lagt mig fram um að verja Arnþór Jónsson núverandi formann, en allt hefur sín takmörk og það verður að segjast eins og er að síðustu ár hans í embætti eru afleit að teknu tilliti til samskipta og vanvirðingar í garð starfsfólks SÁÁ. Svo má líka spyrja hvernig stendur á því að ekki hefur verið samið við ríkið um þjónustuna, aðallega hafa verið framlengdir úreltir samningar við SÍ. Mér þykir vænt um starfsemina, fólkið og SÁÁ. Mér finnst einsýnt að svona uppbrot í samtökunum sem nú eiga sér stað mun eingöngu skaða starfsemina og þar er hægt að draga tvo einstaklinga sérstaklega til ábyrgðar sem gerendur, Arnþór Jónsson núverandi formann og Þórarinn Tyrfingsson fyrrverandi formann. Þeir hafa einfaldlega verið of uppteknir af sjálfum sér og ekki gætt að hagsmunum SÁÁ og heildarinnar. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Ég og allt annað starfsfólk SÁÁ stöndum með skjólstæðingum okkar, við stöndum með samstarfsfólki okkar, við stöndum með veluppbyggðri, faglegri meðferð sem er opin fólki með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra og við stöndum með SÁÁ. Við starfsfólk SÁÁ fylgjum faglegum gildum og höldum siðareglur í heiðri. Þess vegna er erfitt að verjast árásum og undangreftri, sérstaklega því sem kemur innan frá, frá þeim aðilum sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að vera bakhjarlar starfsins þ.e. formaður og framkvæmdastjórn SÁÁ. Að því sögðu hvet ég alla til að styðja Einar Hermannsson sem formann samtakanna. Hann er ekki gallalaus frekar en nokkurt okkar, hann er heiðarlegur, hreinn og beinn, styðjandi og fylginn sér. Einar er kurteis, samvinnufús, valdeflandi og hefur skilning á viðfanginu. Hann áttar sig á að meðferðin er ekki eyland frekar en samtökin – þessir tveir hlutar SÁÁ verða að vinna vel saman. Til þess að það geti orðið er nauðsynlegt að byggja upp traust og gera skýran greinarmun á heilbrigðisstarfseminni og fjáröflunum. Einar hefur þá sýn að fagleg starfsemi SÁÁ geti þróast eðlilega áfram undir hatti samtakanna og með dyggum stuðningi þeirra. Hann hefur þá sýn að samtökin geti beitt sér betur í því sem þau eru best í – að safna fé, viðhalda og byggja hús undir starfsemina. SÁÁ hefur um áratugaskeið greitt með meðferðinni um 200 milljónir á ári að núvirði. Engin breyting hefur orðið á því undanfarin tvö ár. Ég trúi því að Einar Hermannsson geti farið og náð nýjum samningum við SÍ þannig að SÁÁ þurfi ekki að búa við framlengda og að mörgu leiti úrelta þjónustusamninga. Horfum til framtíðar góðir félagar. Höfundur er í varastjórn SÁÁ og er dagskrárstjóri Göngudeildar SÁÁ á Akureyri
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun