Sálfræðiþjónusta færð undir sjúkratryggingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 06:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þingheimur samþykkti í nótt að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðal annarra flutningsmanna voru þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokks, Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - alls rúmlega þriðjungur þingheims. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi án þess að vera afgreitt. Það var því endurflutt með þeirri breytingu að sjúkratryggingar tækju, auk sálfræðimeðferðar, einnig til annarrar klínískrar viðtalsmeðferðar. Slík úrræði yrðu því veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, en kostnaður við sálfræðimeðferðir er þegar niðurgreiddur víða á Norðurlöndunum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. Algengast þykir að einstaklingur þurfi á bilinu 10–15 meðferðartíma hjá sálfræðingi til að ná bata. „Bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar eru því talin í hundruðum þúsunda króna sem ekki er á færi hvers sem er að reiða af hendi,“ eins og segir í greinargerðinni. Sparnaður til lengri tíma Kostnaðarmat vegna frumvarpsins liggur ekki fyrir. Í nefndaráliti er þó tekið eftirfarandi dæmi: Ef miðað er við að 10.000 einstaklingar þiggi slíka þjónustu hér á landi árlega og að meðalfjöldi meðferðarskipta hvers einstaklings verði fimm til tíu megi áætla að kostnaður nemi á bilinu 875–1.750 millj. kr. ár hvert. Þá verður að gera ráð fyrir stofnkostnaði vegna breytinga á tölvukerfum auk kostnaðar vegna annarrar umsýslu sem verkefnið útheimtir. Hins vegar segir í sama nefndaráliti að líklega verði þó um sparnað til lengri tíma að ræða, auk þess sem komið verður í veg fyrir „óþarfa þjáningu einstaklinga sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að stríða.“ Í nefndarálitinu segir: „Árið 2019 eru áætluð heildarframlög ríkisins til bóta vegna andlegrar örorku um 19 milljarðar kr. og talið að þau geti meira en tvöfaldast á næsta áratug. Þótt það nýja fyrirkomulag sem að er stefnt með frumvarpinu kæmi aðeins í veg fyrir lítið hlutfall nýgengis örorku sparast háar fjárhæðir. Þar að auki má ætla að það dragi úr áhrifum andlegra veikinda á atvinnutækifæri fólks, framlegð þess í starfi verði meiri, fjöldi veikindadaga færri o.s.frv.“ Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þingheimur samþykkti í nótt að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðal annarra flutningsmanna voru þingmenn Pírata, Samfylkingar, Miðflokks, Flokks fólksins, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - alls rúmlega þriðjungur þingheims. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi án þess að vera afgreitt. Það var því endurflutt með þeirri breytingu að sjúkratryggingar tækju, auk sálfræðimeðferðar, einnig til annarrar klínískrar viðtalsmeðferðar. Slík úrræði yrðu því veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, en kostnaður við sálfræðimeðferðir er þegar niðurgreiddur víða á Norðurlöndunum. Þorgerður Katrín ræddi málið í Bítinu í morgun. Í greinargerð frumvarpsins er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. Algengast þykir að einstaklingur þurfi á bilinu 10–15 meðferðartíma hjá sálfræðingi til að ná bata. „Bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar eru því talin í hundruðum þúsunda króna sem ekki er á færi hvers sem er að reiða af hendi,“ eins og segir í greinargerðinni. Sparnaður til lengri tíma Kostnaðarmat vegna frumvarpsins liggur ekki fyrir. Í nefndaráliti er þó tekið eftirfarandi dæmi: Ef miðað er við að 10.000 einstaklingar þiggi slíka þjónustu hér á landi árlega og að meðalfjöldi meðferðarskipta hvers einstaklings verði fimm til tíu megi áætla að kostnaður nemi á bilinu 875–1.750 millj. kr. ár hvert. Þá verður að gera ráð fyrir stofnkostnaði vegna breytinga á tölvukerfum auk kostnaðar vegna annarrar umsýslu sem verkefnið útheimtir. Hins vegar segir í sama nefndaráliti að líklega verði þó um sparnað til lengri tíma að ræða, auk þess sem komið verður í veg fyrir „óþarfa þjáningu einstaklinga sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að stríða.“ Í nefndarálitinu segir: „Árið 2019 eru áætluð heildarframlög ríkisins til bóta vegna andlegrar örorku um 19 milljarðar kr. og talið að þau geti meira en tvöfaldast á næsta áratug. Þótt það nýja fyrirkomulag sem að er stefnt með frumvarpinu kæmi aðeins í veg fyrir lítið hlutfall nýgengis örorku sparast háar fjárhæðir. Þar að auki má ætla að það dragi úr áhrifum andlegra veikinda á atvinnutækifæri fólks, framlegð þess í starfi verði meiri, fjöldi veikindadaga færri o.s.frv.“
Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira