Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:37 Það var annríki á Alþingi í gær, á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Alls fóru fram þrír þingfundir frá klukkan tíu í gærmorgun og þar til rúmlega hálf þrjú í nótt. Vísir/Vilhelm Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira