Birting draga um breytingar á stjórnarskrá feli ekki í sér skuldbindingu fyrir formenn stjórnmálaflokka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2020 13:12 Drögin byggja á vinnu formanna flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi sem staðið hefur yfir á kjörtímabilinu. Vísir/Vilhelm Forseti mun aðeins geta setið í 12 ár í embætti og frambjóðendur til forseta munu þurfa meðmæli minnst 2,5% kosningabærra Íslendinga til að geta boðið sig fram. Þetta er meðal þess sem boðað er í drögum að breytingum á stjórnarskrá sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa á kjörtímabilinu átt reglulega fundi um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Drög að frumvarpi um breytingar á afmörkuðum hluta stjórnarskrár Íslands voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í samráðsgátt er áréttað að birting í draga samráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpa í þessari mynd á Alþingi. Umsagnarfrestur er til 22. júlí næstkomandi. Endurskoðun á II. kafla Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent var fenginn til að semja frumvarp til stjórnarskipunarlaga í samráði við formenn flokkanna, sem fæli í sér tilteknar afmarkaðar breytingar á öðrum kafla stjórnarskrárinnar. „Mér var sem sagt falið að aðstoða við endurskoðun á öðrum kafla stjórnarskrárinnar og það er sá kafli sem lýtur að forseta Íslands og handhafa framkvæmdavalds, ríkisstjórn og ráðherrum og skildum atriðum,“ segir Skúli. „Ég held að megi segja að markmiðin með þessari endurskoðun séu kannski tvíþætt, annars vegar er að uppfæra stjórnarskrána þannig að hún endurspegli betur gildandi réttarreglur sem í sjálfu sér er enginn ágreiningur um,“ segir Skúli. Dæmi um það séu til dæmis þingræðisreglan sem lagt er til að fest verði í sessi í stjórnarskrá samkvæmt drögunum og reglur um myndun ríkisstjórnar. „Í annan stað þá er verið að gera mjög hógværar umbætur og verið að marka kannski stefnuna aðeins fram á við. Dæmi um það eru til dæmis ákvæði um umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra, það er fest í lög að hæfni og málefnaleg sjónarmið eigi að ráða förinni við skipun embættismanna,“ nefnir Skúli sem dæmi. Þessi atriði myndu kalla á einhverja endurskoðun á gildandi lögum. „Það er verið að gera talsverðar breytingar á reglum um ráðherra ábyrgð, sem sagt stjórnarskrárinnar, og landsdóm,“ útskýrir Skúli. Kjörtímabil forseta verði sex ár í stað fjögurra Breytingarnar sem lagðar eru til fela þannig annars vegar í sér ákveðnar lagfæringar og hógværar breytingar en hins vegar töluvert miklar breytingar á kjörtímabili forseta Íslands. „Það er sem sagt gert ráð fyrir því að forseti geti setið að hámarki í tvö kjörtímabil, sem væri þá að hámarki sex ár, og þarna er verið að taka mið af stjórnskipun ýmissa annarra ríkja þar sem að sú hugmynd er lögð til grundvallar að það sé óheppilegt að einn maður, einn og sami maðurinn, gegni embætti af þessu tagi of lengi,“ segir Skúli. Þá er lagt til að 2,5% til 5% kosningabærra Íslendinga í stað 1.500 meðmæla að lágmarki. Miðað við þann fjölda fólks sem nú er á kjörskrá myndi þetta þýða að frambjóðandi myndi þurfa að afla undirskrifta að lágmarki um það bil sex þúsund meðmælenda í stað 15 hundruð líkt og gert er ráð fyrir nú. Aukinn fjöldi meðmælenda eigi ekki að reisa miklar girðingar „Það er auðvitað þannig að árið 1944 þegar að núgildandi ákvæði var samið þá var fjöldi kosningabærra manna eitthvað um sjötíu þúsund og í dag er hann um 250 þúsund í síðustu kosningum, þannig að í raun og veru hefur hlutfallsleg krafa til fjölda meðmælenda lækkað mjög mikið á síðustu áratugum og hugmyndin í frumvarpinu er sú að þetta eigi að vera nokkurn vegin sama krafa og í upphafi, 1944, og jafnframt er þá talið að sú krafa sé í hófi og þetta séu ekki miklar girðingar sem þarna er verið að setja upp gagnvart frambjóðendum til forseta,“ útskýrir Skúli. Stjórnarskrá Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Forseti mun aðeins geta setið í 12 ár í embætti og frambjóðendur til forseta munu þurfa meðmæli minnst 2,5% kosningabærra Íslendinga til að geta boðið sig fram. Þetta er meðal þess sem boðað er í drögum að breytingum á stjórnarskrá sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa á kjörtímabilinu átt reglulega fundi um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Drög að frumvarpi um breytingar á afmörkuðum hluta stjórnarskrár Íslands voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í samráðsgátt er áréttað að birting í draga samráðsgátt á þessu stigi feli ekki í sér skuldbindingu af hálfu formanna flokkanna til að standa að framlagningu frumvarpa í þessari mynd á Alþingi. Umsagnarfrestur er til 22. júlí næstkomandi. Endurskoðun á II. kafla Skúli Magnússon héraðsdómari og dósent var fenginn til að semja frumvarp til stjórnarskipunarlaga í samráði við formenn flokkanna, sem fæli í sér tilteknar afmarkaðar breytingar á öðrum kafla stjórnarskrárinnar. „Mér var sem sagt falið að aðstoða við endurskoðun á öðrum kafla stjórnarskrárinnar og það er sá kafli sem lýtur að forseta Íslands og handhafa framkvæmdavalds, ríkisstjórn og ráðherrum og skildum atriðum,“ segir Skúli. „Ég held að megi segja að markmiðin með þessari endurskoðun séu kannski tvíþætt, annars vegar er að uppfæra stjórnarskrána þannig að hún endurspegli betur gildandi réttarreglur sem í sjálfu sér er enginn ágreiningur um,“ segir Skúli. Dæmi um það séu til dæmis þingræðisreglan sem lagt er til að fest verði í sessi í stjórnarskrá samkvæmt drögunum og reglur um myndun ríkisstjórnar. „Í annan stað þá er verið að gera mjög hógværar umbætur og verið að marka kannski stefnuna aðeins fram á við. Dæmi um það eru til dæmis ákvæði um umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra, það er fest í lög að hæfni og málefnaleg sjónarmið eigi að ráða förinni við skipun embættismanna,“ nefnir Skúli sem dæmi. Þessi atriði myndu kalla á einhverja endurskoðun á gildandi lögum. „Það er verið að gera talsverðar breytingar á reglum um ráðherra ábyrgð, sem sagt stjórnarskrárinnar, og landsdóm,“ útskýrir Skúli. Kjörtímabil forseta verði sex ár í stað fjögurra Breytingarnar sem lagðar eru til fela þannig annars vegar í sér ákveðnar lagfæringar og hógværar breytingar en hins vegar töluvert miklar breytingar á kjörtímabili forseta Íslands. „Það er sem sagt gert ráð fyrir því að forseti geti setið að hámarki í tvö kjörtímabil, sem væri þá að hámarki sex ár, og þarna er verið að taka mið af stjórnskipun ýmissa annarra ríkja þar sem að sú hugmynd er lögð til grundvallar að það sé óheppilegt að einn maður, einn og sami maðurinn, gegni embætti af þessu tagi of lengi,“ segir Skúli. Þá er lagt til að 2,5% til 5% kosningabærra Íslendinga í stað 1.500 meðmæla að lágmarki. Miðað við þann fjölda fólks sem nú er á kjörskrá myndi þetta þýða að frambjóðandi myndi þurfa að afla undirskrifta að lágmarki um það bil sex þúsund meðmælenda í stað 15 hundruð líkt og gert er ráð fyrir nú. Aukinn fjöldi meðmælenda eigi ekki að reisa miklar girðingar „Það er auðvitað þannig að árið 1944 þegar að núgildandi ákvæði var samið þá var fjöldi kosningabærra manna eitthvað um sjötíu þúsund og í dag er hann um 250 þúsund í síðustu kosningum, þannig að í raun og veru hefur hlutfallsleg krafa til fjölda meðmælenda lækkað mjög mikið á síðustu áratugum og hugmyndin í frumvarpinu er sú að þetta eigi að vera nokkurn vegin sama krafa og í upphafi, 1944, og jafnframt er þá talið að sú krafa sé í hófi og þetta séu ekki miklar girðingar sem þarna er verið að setja upp gagnvart frambjóðendum til forseta,“ útskýrir Skúli.
Stjórnarskrá Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira