Verður að standa við stóru orðin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2020 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Vilji þingsins sé skýr. Standa þurfi við stóru orðin. Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Viðreisnar í fyrrinótt sem meðal annars kveður á um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aftur á móti í Bítinu á Bylgjunni í gær að þótt frumvarpið feli í sér heimild til heilbrigðisráðherra til að semja við Sjúkratryggingar, þá eigi eftir að afla fjárheimilda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þess vegna samþykkti nefndin og þingið að gildistakan er 1. janúar 2021 til þess einmitt að geta unnið tíma til þess að vinna þetta með fjárlögum. Þetta frumvarp var náttúrlega samþykkt algjörlega athugasemdalaust, líka af hálfu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þorgerður. Vilji þingsins sé skýr. „Við skulum átta okkur á því að hver vinnandi manneskja hún borgar sig fyrir samfélagið. Hver króna sem er sett í forvirkar aðgerðir þegar kemur að andlegum málefnum hún skilar sér í tíu krónum til baka. Þannig að það er loksins þegar við erum búin að viðurkenna það, og setja andleg veikindi, að setja þau samhliða líkamlegum veikindum, þá verðum við líka að standa við stóru orðin og vilji þingsins, hann var alveg skýr í þessum efnum,“ segir Þorgerður. Hún sé vongóð um að fjármagn verði ekki fyrirstaða. „Við erum að fjárfesta í líðan þjóðar, ekki síst á þessum tímum og í því felst mikil ábyrgð og við munum fylgja þessu eftir.“ Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Formaður Viðreisnar kveðst ekki eiga von á öðru en að fjármagn verði tryggt vegna laga um að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Vilji þingsins sé skýr. Standa þurfi við stóru orðin. Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Viðreisnar í fyrrinótt sem meðal annars kveður á um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði aftur á móti í Bítinu á Bylgjunni í gær að þótt frumvarpið feli í sér heimild til heilbrigðisráðherra til að semja við Sjúkratryggingar, þá eigi eftir að afla fjárheimilda. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Þess vegna samþykkti nefndin og þingið að gildistakan er 1. janúar 2021 til þess einmitt að geta unnið tíma til þess að vinna þetta með fjárlögum. Þetta frumvarp var náttúrlega samþykkt algjörlega athugasemdalaust, líka af hálfu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þorgerður. Vilji þingsins sé skýr. „Við skulum átta okkur á því að hver vinnandi manneskja hún borgar sig fyrir samfélagið. Hver króna sem er sett í forvirkar aðgerðir þegar kemur að andlegum málefnum hún skilar sér í tíu krónum til baka. Þannig að það er loksins þegar við erum búin að viðurkenna það, og setja andleg veikindi, að setja þau samhliða líkamlegum veikindum, þá verðum við líka að standa við stóru orðin og vilji þingsins, hann var alveg skýr í þessum efnum,“ segir Þorgerður. Hún sé vongóð um að fjármagn verði ekki fyrirstaða. „Við erum að fjárfesta í líðan þjóðar, ekki síst á þessum tímum og í því felst mikil ábyrgð og við munum fylgja þessu eftir.“
Alþingi Viðreisn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira